Monday, January 28, 2008

Hmmm...

Hlustaði á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á leið heim úr vinnunni í dag. By the way, ég elska stefið þeirra, byrja alltaf að dilla mér. Anyways, þeir voru að vitna í rannsókn sem var gerð í Cambridge háskóla - rannsakað hvaða nemar hafa átt flesta rekkjunauta. Ég hugsaði strax: læknanemar! Og þá heyrðist: "... og það eru læknanemar." Merkilegt, læknanemar eru sem sagt klikkaðir á fleiri stöðum í heiminum...

Tuesday, January 15, 2008

Ég vildi

að ég væri ógeðslega rík

Saturday, January 12, 2008

hjálmaleysi

Ég fór á skíði í dag og fór eitthvað að velta fyrir mér höfuðfatnaði fólksins í kringum mig. Það eru skammarlega fáir með hjálm og ég verð að viðurkenna að ég er ein þeirra. Ég fór fyrst á skíði fyrir 21 ári síðan og fyrstu árin var ég alltaf með hjálm. Svo kom gelgjan og hjálmurinn fékk að fjúka. Ég hálfskammast mín fyrir að vera svona vitlaus að geta ekki verið með hjálm en ég myndi skammast mín enn meira ef ég væri með hjálm. Mér finnst að það ætti að vera í lögum að fólk sem fer á skíði eða bretti verði að vera með hjálm, það myndi auðvelda fólki eins og mér lífið. Allir þyrftu bara að vera með hjálm, punktur. Ég meina, það er í lögum að vera í bílbelti og að nota hjálm á mótorhjóli.
Ég sá móta fyrir yfirlækni slysadeildarinnar í dag uppi í fjöllum - hann var með hjálm. Svo hitti ég yfirlækni hjartadeildar - hann var ekki með hjálm.

Tuesday, January 1, 2008