Tuesday, August 28, 2007

la moto

Fór á mótorhjól í gær. Fór ofsalega langt og ofsalega hratt. Ofsalega hættulegt en ofsalega skemmtilegt! Var ofsa vígaleg og ofsa töff

Sunday, August 26, 2007

Brúðkaup

Fór í ofsalega skemmtilegt brúðkaup í gær. Læknaparið frú Snorri og herra Guðný. Að öllum öðrum kjólum ólöstuðum þá var Guðný í fallegasta brúðarkjól sem ég hef nokkru sinni séð. Athöfnin yndisleg, maturinn bráðnaði uppi í brúðkaupsgestum, veislustjórarnir frábærir og lifandi tónlist hélt uppi stuði allt til enda. Frábær veisla.

En síðan Snorri Guðný fann
og hún honum síðan ann.
Halda í hendur, hvísla í eyra.
Fara í djúpan sleik.

Því að þeirra er framtíðin,
flögra um sem fiðrildin.
Þetta er væmið, en samt satt,
stöngin inn.

Eitt mjög fyndið, í athöfninni sat síðhærður maður og tók myndir/videomyndir í gríð og erg. Enginn kippti sér upp við það. Síðar kom í ljós að téður ljósmyndari var boðflenna, enginn þekkti hann. Hmmm... leynilegur aðdáandi eða einstakur áhugamaður um brúðkaup... maður spyr sig. Ég og Pétur ókum svo framhjá manninum fyrir tilviljun í dag, láðist þó að taka niður bílnúmerið...

Friday, August 24, 2007

men in uniform

Hvað er þetta með men in uniform?
Þessa dagana eru það slökkviliðsmenn með uppbrettar ermar sem koma hlaupandi með bráðveikt fólk inn á bráðamóttöku.
Jamm og jæja... eða kannski bara jamm jamm

Wednesday, August 22, 2007

Ljónsmakkinn

Í dag komst ég að því að á spítalanum er ég kölluð konan með hárið. Hmmm... Mér finnst Lafði Lokkaprúð skemmtilegra.

Tuesday, August 21, 2007

Lady Lovely Locks


Hver man ekki eftir Lafði Lokkaprúð? Mér fannst hún æðisleg. Hún var með einhverja töfra í hárinu á sér. Vonda stelpan reyndi alltaf að klippa lokk úr hári hennar en alltaf slapp Lafði Lokkaprúð.

Hjúkrunarfræðingur á spítalanum í dag líkti mér við Lafði Lokkaprúð. Mér fannst það æði.

Monday, August 20, 2007

Jarðskjálfti í Perú

og 500 manns látnir. Mestur mannskaði varð í Pisco og Ica. Ég var í Pisco fyrir 3 árum. Lítill sjávarbær... ég get eiginlega ekki ímyndað mér fólk liggja látið eins og hráviði um allan bæinn. Hræðilegt.

Sunday, August 19, 2007

Snæfellsjökull

Það er svolítið merkilegt með Snæfellsjökul, hann virkar miklu miklu stærri frá Bústaðaveginum en frá Eiðisgranda. Takið eftir þessu, í alvörunni.

Einhvers staðar úti í bæ

er maður með glóðarauga af mínum völdum. Já, ég kýldi mann. Það var reyndar alveg alveg óvart. Hann var bara svo óheppinn að vera með auga í hæð við olnbogann minn...

Thursday, August 9, 2007

Karen og Dabbi

Litla systir er flutt til London baby. Hún og kæró leigja fyrst um sinn herbergi af íslenskri konu sem er á Íslandi í sumar á meðan þau eru að leita sér að sinni eigin íbúð. Litla syss var svo að reyna að ná í þessa konu... en lenti í staðinn á tjattinu við Davíð nokkurn Oddsson... hahaha -> ýtið HÉR.

Mmmm...

Skyr með rjóma og krækiberjum. Þarf að segja meira?

Shoppermansweekend

Verslunarmannahelgin liðin. Fór í útilegu með m&p og frænkufjölskyldum frá fös til sun. Vorum í sólinni og rokinu á Suðurlandi. Rosa gaman. Skrapp síðan til Eyja á sun-kvöldið. Rosa gaman líka þar. Kannski of gaman. Gekk aðeins of hratt um gleðinnar dyr... :)