Saturday, July 21, 2007

Berglind moldvarpa

Ég er orðin moldvarpa. Hleyp um ganga spítalans á nóttunni, sef með eyrnatappa niðri í kjallara á daginn. Mold mold. Moldvarpa er svolítið fyndið orð.

Friday, July 20, 2007

Lúkas

Mér finnst þetta Lúkasar-mál stórmerkilegt. Þvílíkt og annað eins drama hefur aðeins sést í Guiding Light, já eða Bold, þar til nú. Séríslenskt Leiðarljós.

óléttir menn

Það er eitthvað við þessar Sýn2 auglýsingar... óléttir karlar. Mér finnst það eitthvað pínu creepy. Er ég ein um það?

Thursday, July 19, 2007

Blautt

Það er eitthvað blautt í loftinu í dag. Mig minnir að það heiti rigning.

Til lykke

Fór í eitt skemmtilegasta brúðkaup veraldar síðasta lau. Kristín og Kiddi eru orðin hjón, djúpu laugar hjón. Frú Stína stuð.
Gæsavideoið náttúrulega sló í gegn. Ætla að setja tengil á það hér fljótlega.

Tuesday, July 3, 2007

?

Í gær sá ég stelpu í gegnsæjum hvítum bol. Það er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að brjóstahaldarinn sat skakkur og önnur geirvartan brosti framan í mann. Á maður að láta bláókunnugt fólk vita af svona?
Það sem mér fannst þó verra var að miðinn var upp úr að aftan.

Sunday, July 1, 2007

Fimmvörðuháls

Fór Fimmvörðuháls í annað sinn í gær, þoka fyrstu 5-6 tímana en alveg þess virði þegar rofaði til og við sáum jöklana, Þórsmörk og langleiðina upp í Landmannalaugar. Frábær ferð og frábærir ferðafélagar.