Thursday, May 31, 2007

Sa-wat-dee KAA

Ég er búin með síðasta prófið í háskólanum, vúhú! Fór í bestu útskriftarferð ever og kom svo heim í íslenskt sumar. Gæti lífið verið betra?

Þetta síðasta próf okkar í HÍ reyndist hin mesta skemmtun eða hmmm... svona allavega fyrir utan prófið sjálft sem var skelfilegt þá var öll umgjörð þess hin spaugilegasta enda hannað af USA-fólki. Bannað að hafa með sér nokkurn mat og drykk inn í prófið, bannað að hafa varasálva og rakakrem, þetta var eins og í flugvél. Prófyfirsetufólkið las upp allar reglur og fyrirmæli á ensku með sínum yndislega íslenska hreim. Yfirsetumaðurinn sagði okkur svo frá því að bandarískir umsjónarmenn prófsins hefðu komið hingað til lands til að skoða aðstæður og ekkert litist á að mörg hundruð kílóa læsti eldvarnarskápurinn sem prófið þurfti að geymast í skyldi ekki vera boltaður upp við vegginn.

Daginn eftir var svo lagt af stað í skemmtilegustu og yndislegustu hópferð sem ég hef á ævi minni farið í. Þetta var vægast sagt frábært. Vorum 28 saman og samhentari hópur er vart til. Hittumst sem dæmi á hverju kvöldi kl 8 í lobbyinu og fórum öll saman út að borða í tælenska hitanum, svitanum og rakanum.

Ég ætla að skrifa ferðasöguna hér í þessa færslu síðar... meira svona svo að ég muni hvað við gerðum (amk þann hluta ferðarinnar sem ég man... hahaha). Áhugasamir geta skemmt sér við lesturinn... þegar ég loksins nenni að koma frá mér ferðasögunni.
To be continued...

Thursday, May 10, 2007

Eiríkur Hauksson

var bara hann sjálfur á sviðinu og djö... var hann töff. Hann er nýja idolið mitt. Ég get líka auðveldlega gert hárið á mér eins og hans.

Over and out
Berglind soon-to-be ex-nemandi við Háskólann

Yndislegt

Klikkið HÉR, alveg frábært...
Yndislegt þegar tveir áhugamenn um "jaðaríþróttir" ná saman.


Annars á litla syss afmæli í dag... 16 ára! Jesús, hvað tíminn rýkur áfram alltaf hreint.

Til hamingju, Steinunn. Og já... má ég eiga minn eigin gatara %&#$?!!!

Tuesday, May 8, 2007

Þetta finnst mér sniðugt

Úr Fréttablaðinu í dag:
"Tveir búðarhnuplarar fengu óvenjulegan dóm á dögunum fyrir að stela úr búðinni Wal-Mart í bænum Attalla í Alabama. Þeir voru dæmdir til að standa fyrir utan búðina í fjórar klukkustundir tvo laugardaga í röð með spjöld þar sem á stóð: „Ég er þjófur, ég stal úr Wal-Mart", eða sitja að öðrum kosti í fangelsi í 60 daga."

Ég sé þá alveg fyrir mér...

Monday, May 7, 2007

Taugarnar

Það fer í taugarnar á mér að klukkan á þessu bloggi er vitlaus og ég get ekki breytt henni.
... kannski er það bara af því ég er í prófum.
... kannski er ég bara svona skrýtin.

Sunday, May 6, 2007

Ný kona

Ég er ný og breytt kona (eða stelpa, ég veit það ekki, erum við ekki orðnar konur?). Ég vaknaði kl 8:15 á sunnudagsmorgni, fór út að hlaupa og í sund. Allt fyrir kl 10:30 á SUNNUDAGSMORGNI. Já, þið eigið ekki eftir að þekkja mig aftur.
Krakkar í sundi eru annars svo mikil krútt, þau eru þarna öll saman í sturtu, strákar og stelpur og vita ekki að þau "eiga" að vera feimin hvort við annað. Krúttlegt.

Svo hjólaði ég út í búð í hádeginu. Það er svo langt síðan ég hef hjólað. Það er ógeðslega gaman að hjóla.

Saturday, May 5, 2007

Gleðistund

Stundum, en bara stundum, kemur það fyrir að ég nenni ekki að læra. Þá fer ég upp (mér finnst ég alltaf vera að fara upp) og trufla Steinunni. Nú var Steinunn að horfa á Friends... þætti sem ég hef ALDREI SÉÐ! Ótrúlegt! Og mikið ógeðslega var það gaman. Það þarf ekki mikið til að gleðja Berglind.

Friday, May 4, 2007

Njálgur...

... kominn í Berglind. Ástæðan: Of mikið lesið af kvensjúkdómum í dag.
Get ekki lengur setið kyrr. Vildi að þetta próf væri á morgun.
En... eftir viku verð ég búin! Eftir viku verð ég í ofsa fínum kvöldmat með ofsa mikið af fínu víni á leiðinni á djammið, að fara til Tælands daginn eftir og eftir að pakka. :) Hið ljúfa líf.

Annars hefur það ekki góð áhrif á mann að skoða of mikið af myndum af krabbameinum hið neðra. Ég var búin að setja hér link á þannig myndir en ég tók hann út af góðmennsku einni saman. Ef fólk þarf ekki að læra að greina þannig þá á það aldrei að þurfa að sjá þannig. Horfið frekar á Hostel e. Eli Roth.

Wednesday, May 2, 2007

Já, já...

... ég veit, ég veit. Það er miðvikudagskvöld, 9 dagar í próf og ég á að vera að læra. Einmitt þá er svo auðvelt að láta hugann reika...

Fór að rifja upp London ferð okkar systranna og mömmu í haust. Sjáið hana litlu systur mína, svona var hún, höstlaði bara alla leikarana í mamma mia á einu bretti:

Tuesday, May 1, 2007

Kökuboð

Afi minn á afmæli í dag og crazy family mætti náttúrulega í Paradís. Við bara getum ekki verið eðlileg og mikið er það nú skemmtilegt! Myndin er nú reyndar frá crazy-jólum. Ansi er annars gott að geta farið í svona kökuboð í prófalestri. Umm... fylla á orkubirgðirnar. ;)

Sjá myndir af crazy family og öðrum gestum HÉR.