Monday, September 29, 2008

Komin heim

Jæja þá erum við komin heim. Búið að vera frábært. LA var æði, Grand Canyon var geðveikt og Las Vegas... shit! Las Vegas er bara fantasía! Við hefðum getað verið þar miklu miklu lengur. Flugum til New York á föstudaginn og fórum á svolítið skemmtilegan veitingastað / bar um kvöldið. Þurftum að bíða eftir borði í tæpan klukkutíma sem varð til þess að við þömbuðum hvítvínsglas og 2 rótsterka Mojito á fastandi maga = laugardagurinn fór eiginlega ekki í neitt! Lifnuðum þó smám saman við þegar á leið og enduðum um kvöldið á frábæru steikhúsi og svo á Lion King. Sunnudagur fór í rölt og svo var það bara fluvvélin í nótt. Aldrei verið í flugvél þar sem bæði flugstjórinn og flugmaðurinn eru konur en þannig var það í nótt, bara smástelpur eins og ég en ég hef aldrei verið í flugvél sem hefur lent svona vel! :)

En jamm og jæja, nú tekur hamstrahjólið við... amk næsta árið. Over and out.

Tuesday, September 23, 2008

Viva Las Vegas...

Ó hvað ég er að njóta. Ég nýt herbergisins og alls flotta dótsins og félagsskaparins og bílsins og bara alls. Í dag keyrðum við að Hoover Dam (gæti tekið eina ræðuna enn um USA fólk but am not going to) og svo til baka til Vegas. Flott leiðin og svo flott að keyra aftur til baka til Vegas í rökkrinu. Komum í myrkri í gærkvöldi þannig að þetta var aðeins öðruvísi. Erum núna búin að skila bílnum (snökt snökt) og ætlum bara að njóta næstu daga, borða gott, drekka gott, sóla okkur, explorera casino, fara á show (eigum miða á cirque de soleil og blue man group sem by the way er sýnt á hótelinu okkar!) og bara njóta þess að vera til! Æði.

Á stjörnuslóðum...

Jæja, þá er ég komin til Bandaríkjanna. Við Magga flugum frá Hawaii til Los Angeles og kvöddumst á flugvellinum, Magga hélt áfram til London og síðan heim til að byrja að vinna. Ég hins vegar sem get ekki hætt að vera í ferðalagi fór út þar sem ég var búin að neyða Ásgeir til að koma og hitta mig í LA...
Kom út af flugvellinum og shit, símar ekki að virka, shit, stress, ein á flugvellinum í LA og enginn Ásgeir... OMG. En auðvitað sýndi drengurinn sig og við settumst upp í blæjubílinn okkar, repeat: BLÆJUBÍLINN OKKAR, og keyrðum til Venice, hverfis í LA sem er svona, hvað á ég að segja, bóhem, hippahverfi eitthvað. Þetta var æði. Íbúðin sem við leigðum var í 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. LA var bara æði, við borðuðum ógeðslega góðan mat, sko geðveikan, fórum m.a. á besta sushi stað ever þar sem kokkurinn dældi ofan í okkur völdum bitum og shit hvað þetta var gott. Ó þvílík og önnur eins sushi-gleði og ánægja. OMG, ég held að bragðlaukunum mínum hafi aldrei þótt svona gaman að vera til. Hvað er annars ekki hægt að gera í LA, við gengum á Venice beach innan um hippana og reykjandi liðið, gengum Walk of Fame og mátuðum hendurnar á okkur í handaför fræga fólksins, versluðum á Rodeo drive (ó je pretty woman), borðuðum á Rodeo drive og á meðan keyrði framhjá "skrúðganga" af geðveikum blæjubílnum, fórum í Universal studios og já hér verð ég að stoppa. í Universal fórum við m.a. í studio tour þar sem maður keyrir um studio svæðið. Yfirleitt er ekki hægt að keyra inn á Wisteria Lane úr Desperate Housewives þar sem oftast er verið að filma þar en við fengum að keyra þar inn! Shit, ég var ekki að fatta hvar ég var, já ég keyrði Wisteria Lane!!! Töff???!!! Síðasta kvöldið okkar í LA fórum við svo geðveikt fínt út að borða. Sko hrikalega fínt, fórum á Hotel Bel Air Restaurant og þetta var eins og að ganga inn í Titanic. Var frábært. Enduðum svo á bar á Sunset Strip, entumst nú ekki lengi en það er víst the place to be.
Anyways, á sunnudeginum tók svo við heljarinnar road trip, keyrðum 900 km til Grand Canyon. Keyrðum í gegnum eyðimörkina í blæjubílnum okkar sem var svolítið geðveikt. Ji minn eini, hvað sveita-Bandaríkjamenn eru fyndnir, þetta er eins og eitthvað samansafn af einstaklega furðulegu fólki með hrikalegan hreim. Svolítið skemmtilegt. Komum til Grand Canyon seint að kvöldi sunnudags, gistum á frábæru hóteli alveg við brúnina á gljúfrinu. Stjörnuhiminninn var æði. Vöknuðum svo eldsnemma morguninn eftir til að ná sólarupprásinni, við náðum henni sem var æði en rómantíska sólarupprásarstundin var ekki svo rómantísk þar sem allt hótelið virtist hafa vaknað líka til að sjá daginn byrja! Eftir sólarupprásina var förinni heitið að þyrluflugvelli þaðan sem við fórum í 45 mínútna þyrluflug yfir Grand Canyon! Shit, þetta var geðveikt! Þeir raða í þyrlurnar skv þyngd og ég var svo heppin að fá að sitja fram í hjá flugmanninum þannig að ég var eiginlega með stúkusætið! Ég mæli pottþétt með þyrluflugi ef einhver er að fara til Grand Canyon, hrollurinn sem fór um mann þegar við flugum yfir brúnina... ji, ég held ég hljóti að hafa tekið 500 myndir.
Í gærkvöldi brunuðum við svo frá Grand Canyon til Las Vegas, je beibí! Hótelið okkar heitir Venetian hotel og HÉR er linkurinn. Hótelið er geðveikt. Það er eins og lítil borg. Maður ratar varla, þetta er svo stórt. Sem dæmi um stærðina þá er sko phantom of the opera og blue man group sýnt hérna á hótelinu. Inni í hótelinu er líka eftirmynd af Feneyjum þar sem hægt er að fara á gondóla, já það eru fen og veitingastaðir og göngugötur og himinninn í eftirmyndinni er látinn vera eins og það sé að byrja að rökkva, shit. Geðveikt. Herbergið okkar, eða öllu heldur íbúðin hérna, er með risabaðherbergi, RISA. Við erum með 3 flatskjái, 1 inni á baði, 1 stóran við rúmið og 1 inni í stofu. Já, this is life. Við komum aldrei heim aftur, hér er allt til alls. Good bye.

Saturday, September 13, 2008

Waikiki og aloha festival

Tvilikt heppnar, komum aftur til Waikiki i gaer og heyrdu... tad er bara arleg aloha festival vika ad byrja tannig ad i gaerkvoldi var svaka gotuhatid, eiginlega pinu eins og 17. juni nema bara allir lettklaeddir med blom i harinu og lei (blomakransa) um halsinn. Uti um allt voru litil svid med alls konar tonlist og hula dancing, litlir matarbasar uti um allt og audvitad keyptum vid okkur lei ur alvoru blomum. Endudum svo a voda naes strandstad tar sem var tvilik stemning. Tar kom gaur ad tala vid okkur sem fannst voda merkilegt ad vid vaerum fra Islandi... heyrdu ta var hann partur af einhverjum adult entertainment hopi sem atti ad koma til islands i februar eda mars 2007 en eitthvad feministafelag heima gerdi brjalad vedur ut af tessu og teir mattu ekki koma, tetta var vist i frettunum skildist mer en eg og magga vorum hvorugar a islandi tegar tetta var tannig ad vid natturulega konnudumst ekki vid neitt.

I morgun forum vid svo ad surfa, geggjad! Vid stodum bara fullt, miklu meira en eg atti von a, en madur stod ekkert lengi...!!!
Jaeja aetlum i sma solbad og svo hula show i kvold..

Thursday, September 11, 2008

Aloha!

Hawaii er otrulegur stadur. Tad eru i alvorunni allir med blom i harinu og tad ganga margir i alvorunni um i hawaii skyrtum. Og onnur hver manneskja er med surfbretti undir handleggnum. Annar hver bill er Wrangler og hinn helmingurinn er upphaekkadur jeppi med alltof litlum dekkjum. Tad segja allir Aloha tegar teir heilsast og allir segja Maholo en ekki thank you. Mjog fyndid hvernig teir blanda saman hawaiian og ensku.
Vid erum bunar ad hafa tad rosa gott a Hawaii. Gistum fyrst a Waikiki sem er eiginlega fyrsti fraegi solarlandastadurinn i heiminum. Waikiki er eiginlega alveg samtengt Honolulu og er ekkert sma skemmtilegur stadur, alla vega finnst okkur moggu tad. Tar er Hawaii stemningin i hamarki, blomsveigar eda lei um halsinn, blom i harum, hawaii skyrtur, surfbretti, bodyboard, rosa oldur og allir bara ad hafa tad gott eda skv aloha lifsstilnum. Erum nuna a eyjunni Maui tar sem vid erum bunar ad vera i 2 solarhringa. Her leigdum vid bil og erum bunar ad keyra ut um allt, upp a eldfjallid (sem er alveg eins og island, meira ad segja skitkalt og rigning tar uppi!), medfram strondinni etc etc. I dag forum vid ad snorkla og saum 2 risaskjaldbokur sem var AEDI! Onnur var risastor, sennilega taepur metri ad lengd og kom ekkert sma nalaegt mer, hun var svona metra i burtu, ji hvad taer eru saetar, hreyfa sig ykt haegt. Svo saum vid lika fullt af flottum fiskum, miklu staerri her en a Fiji.
Alla vega, forum aftur til Waikiki i fyrramalid, 3 tima skipsferd. Planid er svo Pearl Harbour a morgun, laera ad surfa a laugardagsmorgun, fara a hula show a lau-kvoldid og hafa tad ogedslega naes a sunnudaginn. A manudaginn er tad svo bara LA...
Mahalo for your kokua!

Sunday, September 7, 2008

Fiji!!!

Fiji er aedi! Eg er gjorsamleg heillud! I fyrsta lagi er folkid yndislegt, tad spjalla allir vid mann og vilja allt fyrir mann gera, Island natturulega tykir gridarlega merkilegt, faestir vissu reyndar hvar tad var, ta benti madur bara nidur i jordina og sagdi hinum megin a hnettinum. Reyndar kynntumst vid bara indogenous Fiji buum, tad er folkinu sem hefur buid a Fiji i margar aldir. Hinn hluti Fiji bua er indo-Fiji buar, afkomendur indversks folks sem flutti til Fiji fyrir 150 arum til ad vinna og flutti aldrei heim aftur, eg held ad indo-Fiji buar seu hatt undir helmingur ibua. Alla vega, fyrir utan folkid eru eyjarnar sjalfar algjor paradis, Fiji eyjar eru rumlega 300 talsins en ekki er buid a ollum. Hvitar strendur, taerasti og heitasti sjor sem eg hef sed, palmatre og madur ser varla adra turista.

Vid forum til Yasawas eyjanna og Mamanucas eyjanna. Yasawas eru svolitid langt i burtu, tekur 5 tima ad sigla tangad med hradbat. Tar gistum vid a svolitid basic lodge-i sem heitir Nabua lodge. Tar heimsottum vid m.a. torp og tegar madur gerir tad tarf madur alltaf ad byrja a ad heimsaekja chief-inn i torpinu eda baejarstjorann. Tad var rosa gaman, tad er svo gaman ad kynnast folki, sj hvernig tad byr og lifir. Folkid lifir bara a sjalfbaerum buskapi, kaupir ekki neitt og selur ekki neitt. Otrulegt, eins og ad detta aftur um 200 ar. Vid forum lika og snorkludum i Blaa loninu, stadnum tar sem myndin The Blue Lagoon med Brooke Shields var tekin upp. Va, tarna syntum vid innan um gula fiska, blaa fiska, rondotta fiska, risastora blaa krossfiska etc etc etc. AEDI!

Eins og kannski flestir vita eru kongulaer bestu vinkonur hennar margretar. Einn daginn heyri eg moggu kalla, Berglind tu verdur ad koma og taka tessa kongulo. Ta var pinkukongulo i loftinu. Um kvoldid heyri eg svo aftur, Berglind tad er risakongulo inni a badi! Eg bara, einmitt ja ja, fer inn og OMG tad var RISAkongulo inni a badi, svona 10 cm i tvermal og stor og lodin eins og madur imyndar ser tarantulur. Alla vega, eg for natturulega ad taka myndir og svona og laesti svo bara badinu. Sidan forum vid a sameiginlegu badadstoduna og hittum tar 2 breska straka sem voru tarna lika, teir gjorsamlega flippudu tegar teir heyrdu um kongulona en vildu endilega fa ad sja og oskrudu svo og gretu eins og smasttelpur! Tad fyndna var svo ad annar teirra sa adra kongulo inni a badi svo vid vorum med tvaer! Tad kom svo starfsmadur og tok kongulaernar. Morguninn eftir fann eg svo adra ofan i klosettinu! Magga notadi aldrei klosettid aftur :)

I Nabua lodge fengum vid lika ad smakka Kava, ogedslegan moldardrykk med afengi i sem gerir munninn a manni dofinn. Aumingja Magga hafdi verid valin chief i lodge-inum okkar tannig ad hun turfti alltaf ad byrja hverja einustu umferd. Jaeja, vid vorum tvaer naetur tarna i Nabua lodge, forum svo a eyjuna Malolo i Mamanucas eyjaklasanum a resort sem kallast Walu beach. Tad var aedi! Bjuggum i okkar eigin litla husi vid strondina, horfdum beint a eyjuna tar sem Castaway var tekin upp. Starfsfolkid tarna var yndislegt, kokkteilarnir aedi, sjorinn hrikalega taer og hlyr, sundlaugin aedi, strondin aedi. Solarlagid aedi, horfdum a tad beint af strondinni. Hrein og klar paradis. Forum a kayak, snorkludum og bara hofdum tad betur en gott.
Fiji er bara hrein paradis, tad er eins og ad hoppa aftur um 50 ar ad koma tangad and that's the beauty of it. Og folkid er bara yndislegt, tad tala allir vid mann og vilja manni allt hid besta.
A sunnudagskvoldi 7. sept flugum vid svo fra Fiji med tarin i augunum og lentum i Honolulu a Hawaii ad morgni sunnudags 7. sept eftir 7 tima flug. Frekar fyndid. Alla vega, ALOHA! Bunar ad vera 1 nott a Hawaii og tetta er yndislegt. Oahu er eiginlega adaleyjan i eyjaklasanum, tar bua um 900.000 ibuar en samtals bua a Hawaii 1,3 milljon manns. Eg held tad se bara buid a 5 eyjum. Herna segja allir ALOHA, allir ganga um i Hawaii skyrtum, surf fotum og med surfbretti undir arminum, otrulegt! I fyrramalid aetlum vid ad sigla yfir a eyjuna Maui. Tar aetlum vid ad vera i 3 daga og leigja okkur bil. Tad verdur yndi.

Monday, September 1, 2008

Bula!

Her erum vid a Fiji... Ja Fiji og tad er gedveikt. Forum fra Brisbane a fostudagsmorguninn sidasta og flugum sudur i kuldann i Sydney. Sydney er samt aedi aedi aedi! Strax ordin ein af uppahaldsborgunum minum, verd ad koma tangad ad sumri til. Vid eyddum fostudegi og laugardegi i ad rolta um Sydney, fara ad operuhusinu (otrulegt ad vera tar), ganga yfir bruna, fara upp i Sydney tower og bara chilla. Vid gistum i halfgerdu hippahverfi, Newtown, sem var svo saett, fullt af kaffihusum og skemmtilegum stodum til ad chilla a. A sunnudaginn forum vid svo i wine tasting tour um Hunter Valley sem er i 2 tima akstursfjarlaegd fra Sydney. Tad var voda gaman en va hvad vid erum miklir rookies!
Jaeja, i gaer flugum vid svo med Air Pacific til Fiji! Allar flugfreyjurnar med blom i harinu og ummm... hitinn sem tok a moti okkur tegar vid lentum, yndislegt. Buin ad pakka fodurlandinu og flispeysunni sem eg svaf alltaf i i Astraliu! Vuhu. Erum nuna a hoteli sem heitir Aquarius Fiji, algjort budget hotel en tad er vid strondina og er med hrikalega saeta sundlaug. A morgun aetlum vid svo ad fara ut a eyjarnar og gista tar i 4 naetur. Get ekki bedid...

Wednesday, August 27, 2008

Koala

Þessi færsla verður stutt, ég lofa. Það er náttúrulega bara scary að koma inn á þetta blogg og sjá þessar risafærslur gjörsamlega án mynda!

Alla vega, ef þið viljið sjá myndir af okkur með Koala björnum klikkið þá á nafnið:

BERGLIND

MAGGA

Myndirnar eru víst aðgengilegar þarna næstu 53 dagana.

Fraser safari-id

var gedveikt! 11 manns sem tekkjast ekki neitt settir i eitt stykki Toyota Land Cruiser og sendir ut a staerstu sandeyju i heimi tar sem eini vegurinn er strondin! Tetta var i einu ordi sagt frabaert. Forum af stad a manudagsmorguninn eftir ad hafa sed alls konar safety video og fengid alls konar safety upplysingar (Astralir eru safety odir!) og logdum svo af stad. Fyrirfram er buid ad akveda hverjir fa ad keyra, i raun geta allir fengid ad keyra sem eru 21 ars eda eldri og hafa haft okuskirteini i amk 2 ar. Eg var natturulega ein af teim sem vildu keyra ;)
Vid byrjudum a manudeginum a ad fara upp ad Lake MacKenzie sem er mjog fallegt vatn a midri eyjunni, svona postkortamyndir sem madur tok. Bara verst ad tad var svo ansi kalt tennan dag. Svo forum vid og tjoldudum med hinum 2 jeppunum sem logdu af stad sama morgun og vid (fra sama fyrirtaeki). Svaka djamm um kvoldid, eldad og bara huggulegt. Eg vaknadi eldsnemma naesta morgun asamt nokkrum odrum til ad fylgjast med solarupprasinni, tad var gedveikt. Tarna tok eg vid styrinu, shit hvad tad er gaman ad keyra a strondinni. Svo fer madur lika nokkra torfaeruvegi, rosa gaman i ollum sandinum. Keyrdum tarna upp ad Indian Head sem madur getur sed hvali og hofrunga og jafnvel hakarla. Vid saum nu bara nokkra hvali i fjarska. Tennan daginn var miklu heitara og vid endudum tarna i brjaludum boltaleik a strondinni, eg var gjorsamlega ad kafna. Sidan keyrdum vid ad skipsflakinu Maheno sem ad strandadi tarna arid 1935. Vid vorum ordin svolitid sein tvi tad var ad koma flod og sjorinn trengdi svolitid mikid ad okkur tarna a leidinni. Tjoldudum smaspol fra skipsflakinu og tar voru 5 adrir jeppar fra sama fyrirtaeki. Vid lobbudum nokkur ad skipsflakinu og tegar vid stodum tarna vid flakid komu 2 gaurar ur odrum hopi aedandi a teirra jeppa og voru ad fara ansi glannalega. Eg fekk alveg sjokk, teir voru naestum bunir ad velta. svo sneru teir og osnudust meira og ultu naestum heilan hring, lentu a takinu og sidan a annarri hlidinni i flaedarmalinu! Shit eg fekk hjartasjokk og hljop af stad ad bilnum og vonadi ad teir hefdu verid i belti. Tegar eg kom ad bilnum sa eg bara i bol annars teirra og vid fyrstu syn var eins og tad vaeru fullt af blodblettum a bolnum. Sem betur fer reyndist svo ekki vera og teir gatu skridid ut. Eg for strax ad spyrja ta hvort vaeri i lagi med ta, greyin voru natturulega i sjokki, hofdu verid ad fiflast eins og halfvitar. Svo rifum vid allt dotid ut ur bilnum (fullt af simum og i-podum sem folkid atti sem var med teim i jeppa). Svo saum vid alla hersinguna koma hlaupandi fra tjoldunum og strakunum tokst ad snua bilnum rett svo tad var haegt ad keyra hann ad tjoldunum. Dises, aumingja bilstjorinn var natturulega gratandi, svo kom allur hopurinn og hann var ad reyna ad vera toff. Sidar kom i ljos ad hann var bara 18 ara svo hann var ekki einu sinni tryggdur, sem tydir ad hann getur ekkert bara borgad neina kasko tryggingu heldur tarf hann ad borga 20.000 astralska dollara fyrir bilinn eda reyndar er allur hopurinn abyrgur tvi tad er i skilmalunum adur en lagt er af stad, sem sagt 2000 astralskir dollarar a mann sem er ca 150.000 kall en strakraefillinn hlytur ad vera nogu mikill madur til ad borga tetta bara sjalfur en ekki lata 10 adra borga fyrir sig.
Anyways, i morgun forum vid svo ad Eli creek sem er rosa fallegur laekur, madur gengur svolitid upp med honum og vedur svo nidur ad osnum. Sidan forum vid ad Lake Wabby og va hvad tad var fallegt, tad er svolitid inni i landi svo madur tarf ad labba i taepan klukkutima ad tvi en va hvad tad var tess virdi. Eftir tetta vorum vid ordin svolitid taep a tima tvi baturinn sem atti ad koma ad saekja okkur atti ad fara kl 12;30. Svo eg monti mig svolitid ta fannst ollum eg alltaf keyra best og ollum fannst teir svo oruggir i bilnum tegar eg keyrdi svo eg aeddi af stad og vid keyrdum og keyrdum eftir strondinni, rett nadum i batinn sem lagdi af stad um leid og vid keyrdum um bord. Alla vega, tetta var frabaer ferd, ahyggjur okkar af ollum unglingunum turftu ekki ad vera svona miklar tar sem tad er greinilega valid i hopa skv aldri, alla vega var okkar hopur langelstur, vid reyndar elstar, en hin oll a aldrinum 23-26 ara fyrir utan parid fra Chile sem er 28 ara. Reyndar var einn 19 ara i hopnum okkar sem var litla barnid okkar. Hinir jepparnir voru hins vegar trodfullir af 18-22 ara folki circa sem endadi kvoldid alltaf i kyssuleikjum og reyndu ad fa okkur med. Sorry... been there done that en ekki alveg i skapi fyrir slikt nuna! ;)
Jaeja, ruta til Brisbane i fyrramalid, flug til Sydney a fostudaginn, vinsmokkun a lau og sidan FIJI A MANUDAGINN!! Vuhu

Sunday, August 24, 2008

Rainbow beach

Jaeja! Vid forum i gaer og hringdum i nokkur hotel herna a Rainbow beach, fengum ad heyra ad tad vaeri laust og drifum okkur bara af stad! Tannig ad nu erum vid med studioibud herna rett hja hostelinu. Mikid erum vid fegnar. Tetta hostel er samt allt i lagi, bara risastort og engin private herbergi. Ef tad vaeru 2 manna herbergi ta vaeri tetta fint.
Tannig ad kl 10 i gaerkvoldi laeddumst vid til ad na i farangurinn okkar inn a hostelid og laumast ut i snobb ibudina okkar, og shit hvad vid erum fegnar nuna! Vid vorum ad drepast ur jet lag, hofdum aldrei nad ad na upp svefni og hofdum sofid 4 tima nottina fyrir komu okkar hingad. Svafum i 13 tima i nott og tad var yndislegt!!!
I dag kynntumst vid svo pari fra Chile og baedi vid og tau urdu ogedslega glod tegar vid fottudum ad vid vaerum oll 28 ara! Svo var radad i hopa, orugglega skv aldri tvi okkar hopur er aldursforsetahopurinn. Vid erum 28, svo parid fra Chile 28 ara, svo eru trju 26 ara fra skotlandi og einhverjir nokkrir i vidbot, m.a. 19 ara strakur fra Tyskalandi sem er nu mjog fredinn, hann er orugglega a einhverju. Madur tarf ad skra sig ef madur vill keyra i safari-inu og eg er ein af teim. Tessi 19 ara reyndi lika ad fa ad keyra en madur tarf ad vera ordinn 21. Eg held ad flestir i hopnum hafi verid mjog fegnir tegar hann fekk ekki ad vera driver tar sem hann var buinn ad koma med einhverjar yfirlysingar vardandi hradatakmarkanir! Okkur list annars mjog vel a safari hopinn okkar, verdur orugglega mjog gaman. Eina sem er ad tad er nogu kalt nu tegar en tad er alla vega sol. Naestu tvo daga a vist ad vera skyjad og svo er possible thunderstorm a midvikudaginn, daginn sem safari-id klarast en tad er allt i lagi fyrst tad er sidasti dagurinn.
Vid erum bunar ad finna bar sem aetlar ad leyfa okkur ad horfa a leikinn, fundum annan betri bar. Aumingja Astralarnir a barnum verda bara ad lata ser lynda tad ad horfa a handbolta to teir viti varla hvad tad er! Kl er nuna 17:10 herna i Astraliu og leikurinn byrjar eftir 35 min! Erum ad deyja ur spenningi. Afram Island!!!

Saturday, August 23, 2008

Ostreilia

Jaeja, ta erum vid komin i hitann i Astraliu, NOT! Her er bara vetur, kuldi og ... nei kannski ekki midad vid vetur en vid lentum i 11 stiga hita. Hitinn fer nu yfirleitt upp i svona 20-22 stig a daginn. Vid forum tarna i 7 tima flug fra Singapore og ji minn eini hvad Astralir reyna ad hraeda mann med quarantine drasli. Tu matt ekki koma med NEITT matarkyns inn i Astraliu, tu matt ekki vera med drullu nedan a skonum tinum og so on. I flugvelinni var i fyrsta lagi synt video um ad tu maettir ekki koma med mat etc inn i landid og i flughofninni var endalaust af veggspjoldum med hotunum til ad hraeda mann. Vid urdum svo hraeddar ad vid natturulega hentum ollum okkar mat. I rodinni var svo hundur endalaust ad snusa af ollum. Svo komum vid loks ad tollverdinum og ta fekk Magga sma panikkast.. "Berglind, eg er med opal i toskunni". Svo hun tok upp opalpakkann og 2 staka halsbrjostsykra sem hun var med og syndi tollverdinum og hann hlo eiginlega bara. Svo kom eg og spurdi hvort eg maetti vera med syklalyf i toskunni... Ji vid yrdum lelegustu smyglarar ever! Svo hlogum vid eins og vitlausar a leidinni ut. Alla vega, forum svo heim til Heidar og Mumma og fengum yndislegar mottokur, rosa fin ibud med risa svolum og morgunverdarhladbord beid okkar. Erum reyndar bunar ad vera svo heppnar ad tessa 2 daga sem vid erum bunar ad vera i Brisbane hefur verid skyjad og m.a.s. rigning og trumur, annars er vist alltaf sol! Alla vega, a fim roltum vid hins vegar heilmikid um Brisbane, i gaer forum vid svo i Lone Pine Koala Sanctuary tar sem vid badar gjorsamlega fellum fyrir koala bjornum. Fyrirfram vorum vid nu hrifnar af teim en OMG hvad teir eru yndislegir. Sidan gafum vid lika kengurum ad borda sem var voda gaman. I gaerkvoldi budum vid gestgjofum okkar ut ad borda og heldum svo heim a leid til ad horfa a Island-Spann med fina forritinu sem Mummi hafdi downloadad fyrr um daginn og borgad storfe fyrir. En draslid virkadi ekki svo vid satum voda spennt og fylgdum med updeiti a mbl.is a halfrar minutu fresti allan leikinn tar sem engir linkar virkudu og ruv.is var med bilada utvarpssendingu! Hversu heppin vid! Sidustu 10 minuturnar saum vid to med ad horfa a sjonvarp a Egilsstodum gegnum webcam! Maeli med ad folk lesi bloggfaersluna hans Mumma HER!
OMG hvad tetta er aedi ad vid seum ad fara ad spila um 1. saetid! og sidan fottudum eg og Magga ad vid erum ad fara i safari daginn sem urslitaleikurinn er tar sem er ekki einu sinni farsimasamband! Vid reyndum ad fresta safariinu i dag sem aetladi ekki ad ganga i fyrstu en nu hefur tad reddast og vid erum bunar ad finna bar sem er til i ad leyfa okkur ad rada sjonvarpsstodinni i eina og halfa klst! Tannig ad missum ekki af urslitaleiknum og missum tar med ekki rikisborgararettinn eins og annars hefdi verid mikil haetta a skv sumum!
Annars erum vid nu staddar i Rainbow beach sem er 1000 manna baer svolitid nordarlega vid Brisbane tadan sem vid forum i safari um Fraser Island. Safari-id er tannig ad 10 manns fara saman a einum bil, an fararstjora, og keyra um eyjuna eftir leidbeiningum sem madur faer a kynningarfundi fyrir ferdina. Vid erum sem sagt nuna staddar a hosteli tengdu tessu safarii og shit hvad vid erum ordnar gamlar! Okkur synist meirihluti gestanna vera naer grunnskolaaldri en okkar aldri svo eg aetla ad heimta ad fa ad keyra og ekki leyfa tessum unglingum ad festa okkur i einhverjum sandpyttinum! HER er linkur a upplysingar og myndir fra Fraser Island ef einhvern langar ad sja.
Aetlum nu ad reyna ad finna okkur eitthvad annad hostel fyrir morgundaginn og fa ad eiga okkar eigin subbusturtu annad kvold ;) Aetla alltaf ad reyna ad setja einhverjar myndir inn en tad verdur ad fa ad bida um senn amk.

Wednesday, August 20, 2008

Jaeja...

tha er eg stodd i Singapore. Ferdalagid hofst snemma a manudagsmorgni, flugum til London og lentum thar um hadegisbil. Bidum svo a Heathrow thar til ad vid tok 12 og halfrar klst langt naeturflug til Singapore. Mikid svaf eg hrikalega vel i velinni, flugtjonninn vist buinn ad reyna ad vekja mig heillengi en sleeping beauty rumskadi ekki fyrr en hann setti saetid bara i uppretta stellingu. Alla vega, logdum af stad fra London kl 10 a manudagskvoldi og lentum i Singapore kl 6 a tridjudagskvoldi. Otrulegt hvad Singapore er hrein og fin og allir svo super hjalplegir, madur tarf ekki einu sinni ad bidja um hjalp, folk kemur til manns ad fyrrabragdi. Anyways, vid komum okkur a hotelid okkar sem var OGEDSLEGA fint, vorum sko bunar ad akveda a treata okkur svolitid vel i Singapore. Vorum a 24. haed med utsyni yfir alla borgina, gedveikt. Hjordis bekkjarsystir var fyrir tilviljun stodd i Singapore a sama degi og vid med systur sinni og vinkonu svo i gaerkvoldi forum vid ut ad borda med teim og fengum okkur natturulega Singapore sling, hvad annad! Svafum svo ut i morgun enda er madur alveg rugladur, er kvold eda morgunn eda hvad. Hlupum svo um alla borgina i dag, voda gaman en pinu threyttar i fotunum nuna! A einum turistastadnum kom einhver asisk kona upp ad mer og spurdi einhverrar oskiljanlegrar spurningar og otadi ad mer myndavel. Eg spurdi hvort eg aetti ad taka mynd af henni en hun sagdi bara nei nei... taka mynd af ter og mer saman. Eg vard nu svolitid hissa og sagdi ja og ta kalladi hun a manninn sinn og let einhvern vin sinn taka mynd af okkur 3. Hun hefur sennilega haldid ad eg vaeri eitthvad fraeg en hun skildi ekki neitt tegar eg spurdi hana af hverju. Anyways... maettar a flugvollinn nuna, 8 klst flug til Brisbane framundan. Bis spater...

Tuesday, August 12, 2008

VIÐ

UNNUM!!!
Fyrst Rússa og svo Þjóðverja. Við erum geðveik. Þetta er eins og að íslenska landsliðið myndi tapa fyrir landsliðinu á Raufarhöfn.........

Monday, August 4, 2008

Júlí

Júlí var æði. Kláraði kandídatsárið 1. júlí ( Til hamingju ég!) og síðan verið á ferð og flugi og sjaldan skemmt mér eins vel. Myndir á myndasíðunni - HÉR.

Byrjaði á því að fara á Snæfell og Herðubreið með fjallageitinni. Þvílíkt heppin með veður og útsýnið... ótrúlegt. Byrjuðum á að fara á Snæfell í bongóblíðu, ég gekk á stuttermabol alla leið upp. Mæli með því að allir fari á Snæfell en í góðu veðri þó, toppurinn er í 1877 m hæð en þetta er ekkert hrikalega erfið ganga þó hún sé löng. Ef maður lenti í þoku væri þó auðvelt að villast.

Á toppi Snæfells

Daginn eftir fórum við á Herðubreið í ekki síðra veðri. Þaðan hef ég aðeins aðra sögu að segja. Herðubreið var talin ófær þar til bara á fyrrihluta síðustu aldar. Þegar maður er kominn upp í um hálfar hlíðar verður mjög bratt og allt mjög laust í sér svo maður nær engri almennilegri fótfestu auk þess sem miklar snjófannir eru í fjallinu og grjóthrun verður mjög oft. Þarna í miðjum brekkum fékk ég mitt fyrsta panic attack á ævinni. Rétt eftir panic attackið kom svo grjót rúllandi á móti mér á ofsahraða, sennilega amk hálfur metri í þvermál og ég rétt náði að stökkva frá. Shit hvað ég varð ógeðslega hrædd. Ég var samt komin hálfa leið upp og þrjóskan náði yfirhöndinni. Upp á tindinn fór ég en jafnaði mig aldrei alveg. Á toppnum er gestabók og með okkur höfðu 8 manns skrifað í hana árið 2008. Þetta var aðeins skárra á leiðinni niður en shit... nú ber ég óttablandna virðingu fyrir Herðubreið. Ég þoli nú ýmislegt, verð aldrei hrædd í fjallgöngum en vó. Ég er hrikalega ánægð með að hafa farið þarna upp og líka í svona góðu veðri en ég held ég fari aldrei aftur á Herðubreið.

Gígurinn á tindi Herðubreiðar

Fjallageitin á toppi Herðubreiðar

Daginn eftir hittum við Brynhildi og Haffa fyrir tilviljun sem var voða gaman. Fórum með þeim að Öskju. Hef ekki farið þangað síðan ég var krakki, rosa gaman að sjá Víti og Öskjuvatn aftur. Bara svo hrikalega margir túristar þar.

Vikuna eftir þetta skelltum við fjallageitin okkur svo á Hornstrandir. Í einu orði sagt var það ÆÐISLEGT! Við fórum bara tvö með bakpoka og tjald. Byrjuðum á því að taka bátinn frá Ísafirði á Hesteyri og hittum þar Margréti Oddsdóttur sem bauð okkur í kaffi í sumarhúsinu sínu. Þaðan gengum við yfir í Aðalvík í ágætis veðri. Daginn eftir var grenjandi rigning og vindur, þá gengum við yfir Tunguheiði yfir til Fljótavíkur og sáum ekki neitt en sú leið er reyndar mjög vel vörðuð. Við ákváðum daginn eftir að bíða rigninguna af okkur þar sem allt var blautt og viti menn, kl 2 braust sólin fram úr skýjunum og skein á okkur að mestu leyti það sem eftir var ferðar! Fljótavík er paradís á jörð, þangað kemst maður ekki nema á flugvél eða fótgangandi. Þaðan fer maður um Þorleifsskarð og síðar Almenningaskarð til að komast yfir í Kjaransvík og Hlöðuvík. Við gistum í Kjaransvík og gengum svo daginn eftir yfir í Hornvík. Í Hlöðuvík hittum við fyrir tilviljun aðra 2 lækna, heimurinn er lítill. Í Hornvík gengum við yfir að Horni og gistum þar í tjaldi hjá Boggu vinkonu Péturs sem er í Hornvík við refarannsóknir í sumar. Þar vorum við 2 nætur og eyddum heilum degi í að ganga Hornbjarg. Þetta er stórfenglegur staður. Síðan gengum við yfir í Veiðileysufjörð og gistum þar eina nótt. Báturinn sótti okkur síðan þangað á 7. degi.


Hornstrandir eru ótrúlegur staður. Maður er svo einn í náttúrunni. Refirnir alltaf að kíkja á mann og sníkja. Selir að stinga höfðinu upp úr sjónum. Þetta er bara geðveikt! Og ég mæli með því að vera með tjald, þ.e.a.s. ef maður er með svona gott burðardýr eins og fjallageitina með sér ;)

Jæja, eftir Hornstrandir var svo ferðinni heitið til London að heimsækja litlu syss sem by the way nær dúxaði eina erfiðustu deild LSE núna í sumar! Frábær árangur!!!
Mamma og Siggi litli bró eru búin að vera hjá henni síðan 10. júlí en nú bættust ég, Steinunn og hennar Andreas með í hópinn. Þetta var frábær ferð. Andreas hafði aldrei komið til London svo við tókum allar tourist attractionirnar aftur. Versluðum fullt. Borðuðum gott. Slöppuðum af í görðunum. Það var hitabylgja, 30 stiga hiti og sól allan tímann nema 1 dag. Yndislegt. Buckingham höll opnaði svo í síðustu viku fyrir almenning og við fórum að skoða hana, mér fannst það rosa gaman! Ótrúlega flott. En jæja, nú er verslunarmannahelgi, ég og magga tókum gott djamm nú á laugardaginn bara tvær og fórum svo upp í bústað til foreldra hennar í gær sem gáfu okkur gott að borða og bjór í pottinn. Voða huggulegt. Á morgun er það svo vinnan aftur en bara í viku.
Síðan tekur næsta ferðalag við, byrjar 18. ágúst. Dagskráin er þannig: Singapore - Ástralía - Fiji - Hawaii - LA - Las Vegas - New York. Kem heim 29. sept. Lífið er yndislegt...

Sunday, June 15, 2008

Ég lærði

nýtt orð í vikunni. Túttubóner. Og giskiði nú

Tuesday, June 3, 2008

Sorglegt

Þeir skutu hann! Aumingja ísbjörninn. Það hefði nú mátt svæfa hann og flytja til Grænlands, annar eins peningur hefur nú verið settur í asnalegri verkefni.

Sumarfréttir

Í einni og sömu vikunni verður Suðurlandsskjálfti og ísbjörn finnst á rölti úti í móa, já það er sól og 18 stiga hiti úti og það er ísbjörn úti í móa í Skagafirði. Spurning hvenær hann hefur komið sér fyrir í Skagafirðinum, er kannski búinn að vera þarna í einhverjar vikur eða mánuði. Ég var nú í Skagafirðinum í feb, óvanalega mikið af auglýsingum um týnda ketti til staðar.
Pétur er búinn að vera í Skagafirðinum í 4 mánuði, alltaf einn úti í móa og uppi á fjöllum þegar hann var ekki á vakt. Eins gott að hann mætti ekki þessum grænlenska...

Saturday, May 24, 2008

Er flutt

á Austurland. Spáð 9 stiga hita þar í gær og svo bara 25 stiga hita næstu dagana! Hvers konar ósanngirni er þetta...

Thursday, May 8, 2008

Ljót orð

"Við eigum að virkja eins og við mögulega getum til bjargar mannkyninu", sagði Pétur Blöndal í Ísland í bítið í morgun. Það koma svo mörg ljót orð upp í hugann en ég ætla ekki að skrifa þau hér.

Tuesday, May 6, 2008

19

Ég hef nú yfirleitt verið talin á þeim aldri sem ég er en síðustu 2 vikurnar hef ég verið spurð hvort ég sé fermd, talin vera 19 ára og spurð um skilríki í ríkinu.
Hrós eða ...?

Monday, April 28, 2008

Akureyris

Nú er ég búin að fara 2x á Akureyri í apríl og í bæði skiptin með skíðin með mér. Hef aldrei farið í Hlíðarfjall áður og nú held ég að það sé alltaf sól og peysuveður í Hlíðarfjalli! Hitti Andrés önd núna í seinna skiptið, m.a.s. 2 eintök nú og svo náttúrulega Nesquik kanínuna. Go Akureyri

Thursday, April 10, 2008

Sorry...

... Ólöf. Ég bara varð að stela veðurstelpunni.
Mér finnst hún samt helst til léttklædd fyrir 7°C.

Thursday, March 27, 2008

Af málsháttum

Það bætist í safnið.
Betra er að bogna en bresta... í rúminu

Tuesday, March 25, 2008

ó mæ god

Nennið þið að drífa ykkur að sjá þetta... KEN LEEE

Svo fékk hún að endurtaka leikinn eftir smá æfingu... KEN LEEE 2
og hún er orðin fræg: KEN LEEE the interview

Páskablogg

Fjölskylduboðaóða fjölskyldan mín er náttúrulega með páskaboð á páskadag. Eiginlega svona brunch.... Mmm... allt flæðir í góðgæti. Föðursystir mín kom með brandara boðsins, hún hafði verið að hlusta á útvarpsþátt þar sem umræðuefnið var málshættir. Málið er bara þannig... allir málshættir verða mun auðskiljanlegri ef þú bætir bara "í rúminu" aftan við þá. Við hlógum mikið, prófið bara.
- Vant er að finna vin í nauð... í rúminu
- Betra er seint en aldrei - í rúminu
- Hvað ungur nemur, gamall temur - í rúminu
Kannski smá had to be there...

Síðar um daginn sagði 11 ára bróðir minn við mig: "Berglind, þú ert svo fjölhæf. Þú veist ógeðslega mikið um bíla og hvernig á að gera við hús og ert búin að læra læknisfræði og bakar ógeðslega góðar kökur". Svo klykkti hann út með: "Það er ekki nema von að enginn þori að bjóða þér út".
Og þar hafið þið það.

Monday, March 17, 2008

La Traviata

Ég gerðist svo merkileg að fara í óperuna í kvöld. La Traviata, óperan sem flestir kannast við úr Pretty Woman. Í einu orði sagt var þetta bara frábært! Ógeðslega flott! Svo verður maður bara ekki mikið menningarlegri...

Friday, March 14, 2008

Fabulous í Köben 2

Já það var gaman í Köben. Það var gaman í H&M, það var gaman í Urban, það var gaman á Sprengjuhöllinni og það var gaman að borða sushi og sötra bjór. Mmmm... Það er hins vegar ekki gaman að vinna mikið, mér finnst ég alltaf vera að vinna! Pota í mallakút og pota pota pota
En bara þrír mánuðir eftir, þá verð ég alvöru og kemst í alvöru frí :)

Wednesday, February 27, 2008

Ferðalag

á morgun til Kóngsins Köben. Jei!

Thursday, February 14, 2008

lærdómur

Ég þarf að gera fyrirlestur fyrir morgundaginn... ég var búin að gleyma hvernig það er að vera í skóla. Núna man ég það.
Mikið er gaman að vera útskrifaður.

Saturday, February 9, 2008

Búin

að fatta. Mig vantar ferðalag. Núna.

Lítill kálfur

Það er hlaupinn í mig lítill fjörkálfur sem getur ekki beðið eftir að vorið komi. Ekki misskilja mig, ég elska snjó, sérstaklega gaman að fara á skíði og bjarga alltaf í leiðinni nokkrum litlum jeppalúðum sem hafa fest sig með töffaraskap - kemur Berglind yfirtöffari á tröllabílnum og dregur þá upp.
Nú er kálfurinn hins vegar orðinn þreyttur, Karen í London á stuttermabol og ég hér inni í óveðrinu. Mig vantar vor! Vantar að skvetta úr klaufunum eins og kusurnar í sveitinni.

Monday, January 28, 2008

Hmmm...

Hlustaði á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á leið heim úr vinnunni í dag. By the way, ég elska stefið þeirra, byrja alltaf að dilla mér. Anyways, þeir voru að vitna í rannsókn sem var gerð í Cambridge háskóla - rannsakað hvaða nemar hafa átt flesta rekkjunauta. Ég hugsaði strax: læknanemar! Og þá heyrðist: "... og það eru læknanemar." Merkilegt, læknanemar eru sem sagt klikkaðir á fleiri stöðum í heiminum...

Tuesday, January 15, 2008

Ég vildi

að ég væri ógeðslega rík

Saturday, January 12, 2008

hjálmaleysi

Ég fór á skíði í dag og fór eitthvað að velta fyrir mér höfuðfatnaði fólksins í kringum mig. Það eru skammarlega fáir með hjálm og ég verð að viðurkenna að ég er ein þeirra. Ég fór fyrst á skíði fyrir 21 ári síðan og fyrstu árin var ég alltaf með hjálm. Svo kom gelgjan og hjálmurinn fékk að fjúka. Ég hálfskammast mín fyrir að vera svona vitlaus að geta ekki verið með hjálm en ég myndi skammast mín enn meira ef ég væri með hjálm. Mér finnst að það ætti að vera í lögum að fólk sem fer á skíði eða bretti verði að vera með hjálm, það myndi auðvelda fólki eins og mér lífið. Allir þyrftu bara að vera með hjálm, punktur. Ég meina, það er í lögum að vera í bílbelti og að nota hjálm á mótorhjóli.
Ég sá móta fyrir yfirlækni slysadeildarinnar í dag uppi í fjöllum - hann var með hjálm. Svo hitti ég yfirlækni hjartadeildar - hann var ekki með hjálm.

Tuesday, January 1, 2008