Sunday, September 23, 2007

Hver er maðurinn?




Meira eftir 2 vikur...

Wednesday, September 19, 2007

Grey´s

Þá er ég loksins komin í hóp þeirra sem hafa séð Grey´s anatomy. Ég er búin að horfa á 3 fyrstu þættina í fyrstu seríunni and I´m torn...

Stelpulega séð... yndislegir þættir. Grín, rómantík, rómantískt grín... litli góði strákurinn sem allir halda að sé hommi, módelið sem má ekkert ljótt sjá, myndarlegi arrogant strákurinn sem heldur alltaf að hann hafi rétt fyrir sér, kalda stelpan sem kann ekki mannleg samskipti og dr. Shepherd... ó já dr Shepherd

Fræðilega séð... o my god. Það eru engin skil milli medicine og chirurgiu. Það er eins og hver læknir sjái bara um einn sjúkling, EINN sjúkling, situr yfir honum allan daginn, come on, læknirinn situr yfir sjúklingi með enga heilastarfsemi í 6 klst-ir, til hvers eru eiginlega monitorar og sorry to say... hjúkrunarfræðingar?!!! halló! Nýi kandídatinn settur yfir akút teymið EINMITT! Annar nýr kandídat gerir thoracotomiu EINN inni á stofu án þess að hafa nokkurn tímann séð þannig... hvað varð um see one, do one, teach one?

En svo kyssir dr Shepherd dr Grey og ég er fallin, stelpan hefur yfirhöndina... ég get horft framhjá öllu þessu fræðilega fyrir smá rómaaaan.... já mamma RÓMAAAAN!!!!

Tuesday, September 11, 2007

Pæling

Af hverju er keppt í kvenna- og karlaflokkum í skák?

Sunday, September 9, 2007

stærðfræðinostalgía

Ég var að hjálpa frænku minni sem var að byrja í menntaskóla með algebru áðan. Mikið var það skemmtilegt. Ég sakna stærðfræði... af hverju fór ég í páfagaukalærdómsfag?

Lurkum lamin

Ég gekk 1. hluta Reykjavegar í gær. 19 km frá Reykjanesvita að Bláa Lóninu. Lögðum af stað í fallegu veðri, sól og fínerí. Svo kom smá úði... best að fara í jakkann... byrjaði að rigna... hlýtur að fara að stytta upp... rigndi meira... meira rok... úrhelli... úrhellisúrhelli... slagviðri...
Hef sjaldan orðið eins blaut og hrakin. Við Pétur og Embla litla vorum úrvinda. Komum loksins að Bláa Lóninu og keyptum okkur pylsu... Í dag erum við kvefuð og lurkum lamin.
Skemmtilegt eftir á samt :)
Svo asnaðist ég á djammið og djammaði til 7 í morgun. 7!
Af einhverjum orsökum eru augnlokin óvanalega þung núna.

Wednesday, September 5, 2007

Viðburðaríkur dagur í lífi aðstoðarlæknis

Læknaritari sagði mér áðan að það væri slegist um að vélrita nótur eftir mig uppi á læknaritaraherbergi því ég tala svo skýrt. Ég varð hrikalega ánægð... hmm.
My life is so fulfilling...

Tuesday, September 4, 2007

Af lækni

Ég er læknir. Mér finnst það eiginlega bara fyndið

Sunday, September 2, 2007

Af giftingum

Litli frændi minn sem er reyndar nákvæmlega 18 árum yngri en ég upp á dag spurði mig í sumar: "Berglind, hvað ertu eiginlega gömul?"
Ég: "27".
Hann horfði á mig hugsi í smástund og sagði svo: "Og af hverju ertu ekki búin að gifta þig?"