Saturday, December 22, 2007

Í gær

lærði ég mikilvæga lexíu. Aldrei fara að djamma eftir jólahlaðborð.
Maður fær nefnilega illt í magann.

Friday, December 7, 2007

Punktur og basta

Í vinnunni minni dikterar maður ofsalega mikið, þ.e. talar inn á spólur fyrir læknaritarana svo þeir geti gert læknabréf etc. Núna er reyndar ekki lengur notast við spólur heldur símana, maður hringir í ákveðið númer og dikterar þannig. Þegar maður dikterar segir maður alltaf - eða alla vega ég - punktur og komma o.s.frv þar sem maður vill að sé punktur og komma... 75 ára maður með hjartabilun KOMMA leitar á bráðamóttöku vegna brjóstverkja PUNKTUR.
Í fyrradag þurfti ég svo að hringja í móður sjúklings sem ég hafði hitt á slysó. Hún svaraði ekki í gemsann svo ég talaði inn á talhólfið hennar. Þegar ég var búin að segja allt sem ég þurfti að segja fattaði ég mér til mikillar skelfingar að ég hafði sagt PUNKTUR á eftir hverri einustu setningu! OMG! Ég panikaði svo að ég gat ekki einu sinni afsakað mig heldur sagði ég bara takk fyrir og skellti á. Ætli konan muni nokkurn tímann eyða þessum skilaboðum?!
Svo kom ég heim til mín og hakkaði lokið á mixaranum í mixaranum. Góður dagur.