Saturday, January 12, 2008

hjálmaleysi

Ég fór á skíði í dag og fór eitthvað að velta fyrir mér höfuðfatnaði fólksins í kringum mig. Það eru skammarlega fáir með hjálm og ég verð að viðurkenna að ég er ein þeirra. Ég fór fyrst á skíði fyrir 21 ári síðan og fyrstu árin var ég alltaf með hjálm. Svo kom gelgjan og hjálmurinn fékk að fjúka. Ég hálfskammast mín fyrir að vera svona vitlaus að geta ekki verið með hjálm en ég myndi skammast mín enn meira ef ég væri með hjálm. Mér finnst að það ætti að vera í lögum að fólk sem fer á skíði eða bretti verði að vera með hjálm, það myndi auðvelda fólki eins og mér lífið. Allir þyrftu bara að vera með hjálm, punktur. Ég meina, það er í lögum að vera í bílbelti og að nota hjálm á mótorhjóli.
Ég sá móta fyrir yfirlækni slysadeildarinnar í dag uppi í fjöllum - hann var með hjálm. Svo hitti ég yfirlækni hjartadeildar - hann var ekki með hjálm.

7 comments:

Anonymous said...

kyngja stolltinu og setja hjálminn upp held ég að sé eina leiðin.... ég á einmitt við sama vandamál að stríða.... er á leið í viku skíðaferðalag og lofaði sjálfri mér eftir skíðaferðina í fyrra að næst yrði ég búin að kaupa mér hjálm.... hmmm.... spurning hvort að ég standi ekki örugglega við það :S

Eva said...

ups... átti að vera ég, Eva í snjónum hér fyrir norðan :)

Anonymous said...

Ég segi hjálmur PUNKUR Ekki spurning PUNKTUR ;) hahahaha

xxx Ásta

Berglind said...

punktur, nýtt línubil

Sólveig said...

Hjálmur upphrópunarmerki

Þú ert svo ógeðslega kúl Berglind mín að það skyggir ekki einu sinni á svalleika þinn þó þú sjáist með hjálm í fjallinu. Þegar ég fer í fyrsta skipti á bretti, sem verður vonandi fljótlega, ætla ég að vera með hjálm.

Hjálmur segi ég, HJÁLMUR punktur

Unknown said...

Kúl smúl, það er kúl að vera með hjálm annað er smúl

Morten Lange (Reykjavík) said...

Sá þetta ekki fyrr en núna, þnnig að það er spurning hversu margir ná að lesa þessu.

En ég segi : "Ekki púnktur" ;-)
Ef menn ræða mál út frá einhverjum ofureinfölduðum forsendum þá verður niðurstaðan kannski röng.

Ég er ekki viss um hver niðurstaðan ætti að vera, en að óska eftir lög til að þvinga alla til að gera það sem þú vilt gera, skýtur skökku við.

Önnur rök gegn hjálmalög á skíðamenn eru svipuð og rökin gegn hjálmalög fyrir hjólreiðamenn, nema að rökin gegn hjálmlög fyrir hjólreiðamenn standa sterkar.

Það virðist vera að þeir sem nota hjálma taka meiri áhættu ( að meðaltali, gildir ekki nauðsýnlega um einstaklingar). Þá virka hjálmar ekki jafn vel til að forðast alvarlegum höfuðmeiðslum og margir halda. Ef við segjum að skíðaíþrótt er hollur og góð til forvarna heilsuvanda af ýmsum toga, má spyrja sér hvort heilsuávinningurinn sem kunni að tapast við því að banna fólki að fara í brekkunum án hjálms.

Þeim sem hafa mikla trú á hjálma, hvet ég til að nota hjálma þegar ekið um á bíl, eins og ökuþorar í formúlunni og rall :-)

Á vef Landssamtaka hjólreiðamanna má lesa meira um rökin gegn hjálmaskyldu fyrir hjólreiðamenn.
Sjá líka http:://is.wikipedia.org/wiki/Hjólreiðahjálmur