Sunday, April 29, 2007

Eitt próf

Ég á bara eitt próf eftir í háskólanum. Eða vonandi bara eitt...!!! Ég reyni að minna mig á það reglulega!
Þetta er alltaf búinn að vera eitthvað svo hrikalega fjarlægur áfangi og svo blasir hann núna skyndilega við. Eins og mér finnst nú gaman í skóla þá er maður líka orðinn svolítið þreyttur á endalausu samviskubiti yfir að vera ekki alltaf að læra. Það verður líka ansi gaman að geta glatt budduna um hver mánaðarmót. Glöð budda - glöð Berglind.

Friday, April 27, 2007

Tal

Ég sló talhraðamet í gærkvöldi, held ég hafi aldrei talað eins hratt á ævinni.
Við Pétur vorum sem sagt að segja frá valnámskeiðinu okkar í Perú á korteri, já 15 mínútum! Ef einhver hefur lesið perú-bloggin þá getur sá hinn sami rétt ímyndað sér yfirferðina...

Wednesday, April 25, 2007

Ég er hætt að læra

Einstaklega áhugavert: smellið HÉR (public improvement film)
Og mér finnst kettlingar æðislegir...

ahhh....

... Friends eru alltaf jafnmikill styrkur í erfiðum próflestri...

Tuesday, April 24, 2007

Fabulous í Köben

Já við vorum fabulous í Köben, ógeðslega fabulous. Fórum bara posh út að borða, versluðum bara posh föt. Vorum ógeðslega posh þar til við misstum kúlið og hlógum óstjórnlega mikið í siglingu á Nyhavn þegar einn gangandi vegfarandinn þurfti afskaplega mikið á WC og ákvað að losa sig við nokkra bjóra við bakkann akkúrat þegar báturinn okkar sigldi framhjá. Einstaklega skemmtilegt, haha.
Það er annars ótrúlegt hvað mun hærri prósenta danskra karlmanna er myndarleg en hér á Fróni. Ætli það sé hægt að flytja þá inn?

En... myndir HÉR.

Sunday, April 15, 2007

Bloggiblogg

Þetta á nú ekki að verða eitthvað risablogg. Meira hugsað sem tenglastaður. En hver veit nema ýmiss konar vísdómur læðist inn af og til...