Wednesday, February 27, 2008

Ferðalag

á morgun til Kóngsins Köben. Jei!

Thursday, February 14, 2008

lærdómur

Ég þarf að gera fyrirlestur fyrir morgundaginn... ég var búin að gleyma hvernig það er að vera í skóla. Núna man ég það.
Mikið er gaman að vera útskrifaður.

Saturday, February 9, 2008

Búin

að fatta. Mig vantar ferðalag. Núna.

Lítill kálfur

Það er hlaupinn í mig lítill fjörkálfur sem getur ekki beðið eftir að vorið komi. Ekki misskilja mig, ég elska snjó, sérstaklega gaman að fara á skíði og bjarga alltaf í leiðinni nokkrum litlum jeppalúðum sem hafa fest sig með töffaraskap - kemur Berglind yfirtöffari á tröllabílnum og dregur þá upp.
Nú er kálfurinn hins vegar orðinn þreyttur, Karen í London á stuttermabol og ég hér inni í óveðrinu. Mig vantar vor! Vantar að skvetta úr klaufunum eins og kusurnar í sveitinni.