Tuesday, October 30, 2007

Hvernig setur maður saman strönd með 29 karlmönnum á?

Ég var í mæðginaheimsókn í London, ég, mamma, steinunn og siggi fórum og heimsóttum ráðsett par í Islington í London, Karen og Ingva. Rosa fín íbúðin þeirra, reyndar svo mikill raki að pappír er blautur viðkomu. Versluðum, fórum á kaffihús og söngleiki, yndisleg ekta hlátraskallaferð. Byrjaði með miklum hlátrasköllum við lendingu á Stansted í London þegar einn farþeginn kallaði ógleymanlegan brandara yfir alla farþegana, af einhverjum orsökum fannst mér og steinunni hann eitthvað sérstaklega fyndinn og hlógum vandræðalega lengi og hátt. Best var þó í morgun þegar ég og steinunn vorum á leiðinni heim aftur og vorum búnar að snooza 2x, liggjum enn undir sæng og þá heyrist í Steinunni: "Hvernig setur maður saman strönd með 29 karlmönnum á?" Ég leit furðu lostin á hana, þá bætir hún við: " Ég veit ekki af hverju ég sagði þetta, sleppið þessu". Ég missti mig. Hún hafði þá rétt sofnað, sagt þetta án þess að vita af því en heyrði það samt sjálf! Kannski smá had to be there húmor...

Friday, October 19, 2007

Flottastur

Þetta er mesta töffaragæludýr í heimi. Ólöf Inga, ég bara verð að fá að setja þennan link hérna... Ýtið HÉR

Tuesday, October 16, 2007

síra Jón

Ég er búin að komast að því að hér á litla Íslandi er alls ekki sama hvort þú ert Jón eða séra Jón. Heimsins mestu spjátrungar bráðna eins og smjör á tælenskri strönd ef þú ert séra Jón. Hvílík ósanngirni, maður verður svo reiður fyrir hönd þeirra sem minna mega sín.

Spítalalífið

Það var bilað að gera í dag. BILAÐ. Ég var á stofugangi til 13:45, já þið lásuð rétt, 13:45. Já hann tók 5 klukkutíma. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er það mjög langt. Mjög langt. Þá átti svo eftir að vinna alla deildarvinnuna.
Ég gladdist mjög þegar ég uppgötvaði að ég átti hólf, já hólf hjá læknariturum hjartadeildar. Ekki það að eitt hólf gleðji mitt litla stressaða hjarta neitt mikið heldur var póstkort í hólfinu. Póstkort frá sjúklingi sem ég hitti í sumar, erlendum ferðamanni sem býr hinum megin á hnettinum. Hann sem sagt hafði fyrir því að grafa upp nafnið mitt og senda mér þakkarbréf. Mikið hlýnaði litla hjartanu. This is why it´s worth it.
En ji minn hvað líf mitt gengur út á spítala... ég tala bara um spítalann og heima hjá mér horfi ég bara á spítala.

Sunday, October 14, 2007

Friðarsúlan hennar Yoko

Mér finnst ljóssúlan hennar Yoko Ono ógeðslega flott. Bæði hugmyndin á bak við hana og súlan sjálf. Í gærkvöldi var nær alveg heiðskírt og það var eins og súlan næði bara lengst út í geim. Flott framtak. Gagnrýnisraddir segja þetta hallærislegt, að það ætti frekar að nýta kraftana í að koma raunverulega á friði. Ég er engan veginn sammála, mér finnst þetta flott tákn um að það er til fólk sem vill frið og að það er til fólk sem gerir eitthvað í því.

Thursday, October 11, 2007

OMG

Ég var í vinnunni um daginn (eins og alltaf), var í mat og þá segir vinkona mín: "Berglind það er mynd af þér á desktopinu á tölvunni niðri á bráðamóttöku". Mér svelgdist á: "WHAT?!!!!"
"Já það er myndin af þér úti í Tælandi. Settirðu hana ekki sjálf á desktopinn?"
"WHAT?! NEI!" Ég fylltist hryllingi, mynd af mér í hlíralausum kjól með kokkteil á tölvunni niðri á bráðamóttöku, tölvunni sem allir læknar nota! Hringdi í aðra vinkonu mína sem vinnur á bráðamóttökunni þennan mánuðinn: "ER MYND AF MÉR Á DESKTOPINU?!"
"Já, settirðu hana ekki sjálf?"
"WHAT NEI!!!"
Tveir deildarlæknar á skurðdeild komu og settust hjá okkur: "Já eruð þið að tala um myndina af þér á desktopinu niðri á bráðamóttöku, hahahaha."
Oh my god. Berglind hleypur niður á bráðamóttöku, fjandans myndin á tölvunni og ekki bara ein heldur margar litlar! Berglind hægrismellir, ýtir á desktop, change picture -> EKKI HÆGT! Það á ekki að vera hægt að breyta myndum á desktopinu á tölvunum á Landspítalanum. Oh my god. Ég þarf að hringja í tölvudeildina til að fá aðstoð: "Já, góðan daginn... Berglind heiti ég, kandídat á bráðamóttökunni, ég er með svolítið skrýtið vandamál... ÞAÐ ER MYND AF MÉR Á DESKTOPINU Á BRÁÐAMÓTTÖKUNNI OG ÉG GET EKKI LOSNAÐ VIÐ HANA".
"Hmmm... (smá hlátur)" og svo lagar hann þetta. Ég var samt með hann í símanum í korter. Svo var hann búinn að laga þetta, ég skelli á og púmm... myndin birtist aftur! Fuck! Ég hringi aftur í tölvudeildina og einhver annar svarar: "Já, góðan daginn... Berglind heiti ég, kandídat á bráðamóttökunni... ég var að tala við ykkur rétt áðan, ég er með svolítið skrýtið vandamál..."
Þá heyrist á hinni línunni: "JÁ, ÉG VAR EITTHVAÐ BÚINN AÐ HEYRA AF ÞESSU... hahaha" OH MY GOD! Var með þennan á símanum líka í svona 15 mín en honum tókst að laga þetta. Skýringin var að þetta hefði sennilega gerst óvart... það á enginn að geta breytt myndunum.. málið var að 3 dögum áður var ég að downloada myndum af myndasíðunni minni til að geta sett á facebook, það var reyndar í annarri tölvu en svona er kerfið vitlaust. Var reyndar búin að eyða þeim myndum en vó... never again!

Fyrir forvitna þá er ÞETTA myndin sem hékk margfölduð á desktopinu á bráðamóttökunni í 3 DAGA! já 3 DAGA!!! Og maður sem er að reyna að vera virðulegur læknir...

Kom svo upp á deild og sagði hinum unglæknunum frá þessu... og allir bara: Já, ég sá hana í gær! Halló!!! :)