Tuesday, June 3, 2008

Sumarfréttir

Í einni og sömu vikunni verður Suðurlandsskjálfti og ísbjörn finnst á rölti úti í móa, já það er sól og 18 stiga hiti úti og það er ísbjörn úti í móa í Skagafirði. Spurning hvenær hann hefur komið sér fyrir í Skagafirðinum, er kannski búinn að vera þarna í einhverjar vikur eða mánuði. Ég var nú í Skagafirðinum í feb, óvanalega mikið af auglýsingum um týnda ketti til staðar.
Pétur er búinn að vera í Skagafirðinum í 4 mánuði, alltaf einn úti í móa og uppi á fjöllum þegar hann var ekki á vakt. Eins gott að hann mætti ekki þessum grænlenska...

No comments: