Sunday, April 29, 2007

Eitt próf

Ég á bara eitt próf eftir í háskólanum. Eða vonandi bara eitt...!!! Ég reyni að minna mig á það reglulega!
Þetta er alltaf búinn að vera eitthvað svo hrikalega fjarlægur áfangi og svo blasir hann núna skyndilega við. Eins og mér finnst nú gaman í skóla þá er maður líka orðinn svolítið þreyttur á endalausu samviskubiti yfir að vera ekki alltaf að læra. Það verður líka ansi gaman að geta glatt budduna um hver mánaðarmót. Glöð budda - glöð Berglind.

11 comments:

Rúna said...

skil þig vel - þetta samband sem maður hefur átti við skólagöngu er svona haltu mér slepptu mér samband. Gott/vont samband. xx Rúna

Berglind said...
This comment has been removed by the author.
Berglind said...

æ æ eyddi commentinu mínu...
anyways...

það er greinilegt hverjir hanga mest í tölvunni... prófkonurnar og fiskar með meiru, Rúna og Berglind.
Gott að eiga samherja :)

Sólveig said...

Phahaha... ég er meira svona í því að taka bækurnar með mér og módelast í Snyrtiskóla Íslands ;)

Anonymous said...

Óje njólan mín - thvilik snilld hjá ther ad vera ad klára B-)lærdomskvedjur Magsie

Anonymous said...

Lærdómur splærdómur.
Bara nokkrir dagar í Tæland! Ímyndaðu þér bara... sól á nefbroddinn, kokteill í hendi og engin læknisfræði (fyrir utan þá staðreynd að félagar vorir stefna á ofmeðhöndlun á sjálfum sér vegna allra mögulegra og ómögulegra sjúkdóma, síprox í öll mál og imovane fyrir svefninn). Unaður.... hreinn unaður.
Ástan

Berglind said...

mmm... sól og kokkteill. Skiptir engu þó við séum með nokkra bilaða ex læknanema með meðhöndlunaráráttu í eftirdragi

Anonymous said...

Þegar maður á að læra undir próf þá virðist allt annað vera spennandi eins og að taka til í herberginu eða vafra um á netinu. Allavegana allt annað en skólabækurnar...
Ég á líka aðeins eitt próf eftir!! vonandi... plús það að fínpússa BS-ritgerðina mína =)
kv. Ragna Karen

Berglind said...

já af einhverjum ástæðum er maður alltaf borðandi eða á wc...

Anonymous said...

Ola chica loca

Venga a la fiesta in Rio

Berglind said...

Algún día sí! :)