Tuesday, July 3, 2007

?

Í gær sá ég stelpu í gegnsæjum hvítum bol. Það er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að brjóstahaldarinn sat skakkur og önnur geirvartan brosti framan í mann. Á maður að láta bláókunnugt fólk vita af svona?
Það sem mér fannst þó verra var að miðinn var upp úr að aftan.

5 comments:

Karen Lundúnarstelpa said...

Ég held mér finnist geirvartan verri ;)

Sólveig said...

Ég er sammála Karen. Hvað er svo sem einn miði upp á milli vina... en eitt stykki geirvarta bara alveg hreint æpandi út í loftið... það finnst mér heldur verra. Verð líka að segja sjálf að ég myndi upplifa það mun verr ef ég myndi fatta að ég væri nánast með bera geirvörtu ,,out in the open" heldur en ef eitt stykki miði væri flaksandi einhvers staðar upp úr hálsmáli ;)

Unknown said...

Ég þoli ekki miða sem standa upp úr svo það er erfitt að gera upp á milli...

Unknown said...

-.-

Ally said...

Róleg með miðafærsluna.
Þetta er ekki svona hræðilegt. Ferðu ekki bráðum að komast yfir sjokkið og skrifa eitthvað nýtt??