Sunday, August 26, 2007

Brúðkaup

Fór í ofsalega skemmtilegt brúðkaup í gær. Læknaparið frú Snorri og herra Guðný. Að öllum öðrum kjólum ólöstuðum þá var Guðný í fallegasta brúðarkjól sem ég hef nokkru sinni séð. Athöfnin yndisleg, maturinn bráðnaði uppi í brúðkaupsgestum, veislustjórarnir frábærir og lifandi tónlist hélt uppi stuði allt til enda. Frábær veisla.

En síðan Snorri Guðný fann
og hún honum síðan ann.
Halda í hendur, hvísla í eyra.
Fara í djúpan sleik.

Því að þeirra er framtíðin,
flögra um sem fiðrildin.
Þetta er væmið, en samt satt,
stöngin inn.

Eitt mjög fyndið, í athöfninni sat síðhærður maður og tók myndir/videomyndir í gríð og erg. Enginn kippti sér upp við það. Síðar kom í ljós að téður ljósmyndari var boðflenna, enginn þekkti hann. Hmmm... leynilegur aðdáandi eða einstakur áhugamaður um brúðkaup... maður spyr sig. Ég og Pétur ókum svo framhjá manninum fyrir tilviljun í dag, láðist þó að taka niður bílnúmerið...

No comments: