Thursday, November 15, 2007

Konulæknar

Ég mætti á fund hjá Félagi kvenlækna í gær. Eina ástæðan fyrir því að ég mætti er sú að Edda var að fá verðlaun fyrir að vera hæsta konan á kandídatsprófinu í vor (reyndar var hún hæst yfir allan bekkinn). Ég hef alltaf haft pínu fordóma fyrir svona kvenfélögum... mér finnst bara að það eigi að vera jafnrétti og það þurfi ekkert að stofna einhvern saumaklúbb til þess. Ég skipti hins vegar algjörlega um skoðun á þessum fundi! Auðvelt að fá mig á sitt band ;)
Held það sé nefnilega rétt hjá formanninum að manni finnst þetta félag pínu asnalegt núna en eftir því sem við fáum meiri starfsreynslu sjáum við að félagið vinnur þarft starf. Kom mér á óvart að það eru um 1200 læknar starfandi á Íslandi, þar af aðeins um 350 konur. Mér var einmitt sögð saga af spítalanum um daginn... þar voru 5 konur á teymi, sérfræðingur, deildarlæknir, aðstoðarlæknir og 2 læknanemar. Þær gengu stofugang samviskusamlega eins og góðu teymi sæmir... síðar um daginn kvörtuðu einstaka sjúklingar yfir því að enginn læknir hefði litið til þeirra þennan daginn. Já svona er þetta... þegar maður er niðri á bráðamóttöku og er bara í spítalabol og spítalabuxum en engum sloppi er það undantekning ef enginn heldur að maður sé hjúkrunarfræðingur... þrátt fyrir að maður kynni sig og er auk þess skreyttur með hlustunarpípu og nokkrum stykkjum af píptækjum.

En alla vega... þessi fundur í gærkvöldi reyndist hin besta skemmtun... var svolítið eins og risastór saumaklúbbur! Við þessar 10 úr hópi unglækna sem mættum skemmtum okkur konunglega... ég hef ekki grátið svona mikið úr hlátri lengi.
Verð þó að viðurkenna að ég fékk gífurlegan kjánahroll alveg niður í tær þegar kallað var yfir hópinn: "Áfram konur" og allir stóðu upp og klöppuðu. Þá leið mér illa... mig langaði helst að sitja sem fastast en þar sem ég er ekki beint þekkt fyrir að ráðast á móti straumnum asnaðist ég á lappir og lét lófana snertast... en laust þó

1 comment:

Sólveig said...

Áfram konur!

Hahaha, þetta hefði ég viljað upplifa. Langar alveg að fara að fá kviðverki af hlátri aftur :)

Gott að einhver mætti til að styðja við bakið á Eddu, hún á það svo sannarlega skilið.