Friday, December 7, 2007

Punktur og basta

Í vinnunni minni dikterar maður ofsalega mikið, þ.e. talar inn á spólur fyrir læknaritarana svo þeir geti gert læknabréf etc. Núna er reyndar ekki lengur notast við spólur heldur símana, maður hringir í ákveðið númer og dikterar þannig. Þegar maður dikterar segir maður alltaf - eða alla vega ég - punktur og komma o.s.frv þar sem maður vill að sé punktur og komma... 75 ára maður með hjartabilun KOMMA leitar á bráðamóttöku vegna brjóstverkja PUNKTUR.
Í fyrradag þurfti ég svo að hringja í móður sjúklings sem ég hafði hitt á slysó. Hún svaraði ekki í gemsann svo ég talaði inn á talhólfið hennar. Þegar ég var búin að segja allt sem ég þurfti að segja fattaði ég mér til mikillar skelfingar að ég hafði sagt PUNKTUR á eftir hverri einustu setningu! OMG! Ég panikaði svo að ég gat ekki einu sinni afsakað mig heldur sagði ég bara takk fyrir og skellti á. Ætli konan muni nokkurn tímann eyða þessum skilaboðum?!
Svo kom ég heim til mín og hakkaði lokið á mixaranum í mixaranum. Góður dagur.

11 comments:

Anonymous said...

Hahahaha
klaufi

Eva said...

ég hef gert þetta líka.... oftar en einu sinni þegar maður talar inn á talhólf..... en reyndar aldrei inn á talhólf sjúklings... veit ekki hvort sé betra því að ættingja og vinir stríða manni endalaust mikið fyrir þetta....

Anonymous said...

Ohhh Berglind upphrópunarmerki þú er svo sniðug ennþá fleiri upphrópunarmerki verð eiginlega að fá mér talhólf svo að ég geti fengið svona skemmtileg skilaboð frá þér punktur
Kveðja komma Ólöf Inga

Karen Lundúnarstelpa said...

hehehehehe... já snilld. hehe en hérna hakkaðirðu lokið á flotta kitchenaid (hvernig sem maður stafara það) í klessu... Get ekki ímyndað mér að pabbi hafi verið ánægður með þig þá hmm....

Berglind said...

Pabbi veit ekki... en ég hef aldrei séð mömmu hlæja eins mikið ;)

Unknown said...

MÚHAHAHAHAHAhahahahaahahA Þetta finnst mér fyndið.

Anonymous said...

Daginn eftir að þú sagðir mér þetta var ég að lesa inn á talhólf hjá konsúlterandi sérfræðing á LSH og passaði mig sérstaklega á þessu þar sem ég var búin að heyra söguna þína... Gleymdi mér síðan aðeins í lokin og sagði þegar ég var búin að koma öllu til skila á talhólfið: "Þá er þessu lokið, takk fyrir" eins og ég enda allar dikteringar!

Anonymous said...

Ok þetta var s.s. ég Hjördís hér að ofan.
Þá er þessu lokið, takk fyrir

Sólveig said...

Phahahahaha.... Þetta er ógeðslega góð saga. ÓGEÐSLEGA góð!

Alveg svona ,,Ég hágræt og er við það að pissa á mig af hlátri"-góð saga :D

Anonymous said...

Vá hvað þetta er fyndið, hahahahaha, og alveg ekta þú Berglind. Þú ert svo mikill snillingur, það sem þér tekst að gera...
kv, Rannveig

Anonymous said...

Ég hef ekki heyrt neitt fyndnara!!!
xx Rúna