Fjölskylduboðaóða fjölskyldan mín er náttúrulega með páskaboð á páskadag. Eiginlega svona brunch.... Mmm... allt flæðir í góðgæti. Föðursystir mín kom með brandara boðsins, hún hafði verið að hlusta á útvarpsþátt þar sem umræðuefnið var málshættir. Málið er bara þannig... allir málshættir verða mun auðskiljanlegri ef þú bætir bara "í rúminu" aftan við þá. Við hlógum mikið, prófið bara.
- Vant er að finna vin í nauð... í rúminu
- Betra er seint en aldrei - í rúminu
- Hvað ungur nemur, gamall temur - í rúminu
Kannski smá had to be there...
Síðar um daginn sagði 11 ára bróðir minn við mig: "Berglind, þú ert svo fjölhæf. Þú veist ógeðslega mikið um bíla og hvernig á að gera við hús og ert búin að læra læknisfræði og bakar ógeðslega góðar kökur". Svo klykkti hann út með: "Það er ekki nema von að enginn þori að bjóða þér út".
Og þar hafið þið það.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
HAHAHA! Börn eru ótrúleg... og þau hitta naglann alveg ótrúlega oft á höfuðið... í rúminu??? Nei, passar ekki hér ;)
hehehehe.. Siggi er snillingur ;)
Post a Comment