Wednesday, September 19, 2007

Grey´s

Þá er ég loksins komin í hóp þeirra sem hafa séð Grey´s anatomy. Ég er búin að horfa á 3 fyrstu þættina í fyrstu seríunni and I´m torn...

Stelpulega séð... yndislegir þættir. Grín, rómantík, rómantískt grín... litli góði strákurinn sem allir halda að sé hommi, módelið sem má ekkert ljótt sjá, myndarlegi arrogant strákurinn sem heldur alltaf að hann hafi rétt fyrir sér, kalda stelpan sem kann ekki mannleg samskipti og dr. Shepherd... ó já dr Shepherd

Fræðilega séð... o my god. Það eru engin skil milli medicine og chirurgiu. Það er eins og hver læknir sjái bara um einn sjúkling, EINN sjúkling, situr yfir honum allan daginn, come on, læknirinn situr yfir sjúklingi með enga heilastarfsemi í 6 klst-ir, til hvers eru eiginlega monitorar og sorry to say... hjúkrunarfræðingar?!!! halló! Nýi kandídatinn settur yfir akút teymið EINMITT! Annar nýr kandídat gerir thoracotomiu EINN inni á stofu án þess að hafa nokkurn tímann séð þannig... hvað varð um see one, do one, teach one?

En svo kyssir dr Shepherd dr Grey og ég er fallin, stelpan hefur yfirhöndina... ég get horft framhjá öllu þessu fræðilega fyrir smá rómaaaan.... já mamma RÓMAAAAN!!!!

6 comments:

hjordis said...

ó ég hélt að þetta væri bara svona í USA, þ.e. að maður vissi bara allt, fengi að gera aðgerðir á fyrsta degi og umfram allt; fengi að kyssa myndarlega sérfræðinga í lyftunni!

En öfund hjá mér að þú eigir eftir að horfa á þetta allt!

Ally said...

Ohh bíddu bara þangað til einn kandidatinn fellur fyrir "hjartabilaða" gaurnum.
Aldrei séð eins vel útlítandi hjartabilaðan gaur. Ekki bjúgaður, blár eða móður. Bara hensom.
Mun stelpan í þér þá einnig hafa yfirhöndina?
Of Course, gaurinn er svo huggens.

Berglind said...

blue bloater vs pink puffer vs handsome hunk

Unknown said...

Velkomin í hópinn Berglind mín....ég er hins vegar ein þeirra heppnu sem eru blissfully ignorant um fræðilega hlutann og get bara gleymt mér í rómantíkinni!!

Sjáumst svo ekki seinna en 6.okt!!

Berglind said...

Þokkalega... :)

Eva said...

Snillingur Berglind!!