Tuesday, October 16, 2007

Spítalalífið

Það var bilað að gera í dag. BILAÐ. Ég var á stofugangi til 13:45, já þið lásuð rétt, 13:45. Já hann tók 5 klukkutíma. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er það mjög langt. Mjög langt. Þá átti svo eftir að vinna alla deildarvinnuna.
Ég gladdist mjög þegar ég uppgötvaði að ég átti hólf, já hólf hjá læknariturum hjartadeildar. Ekki það að eitt hólf gleðji mitt litla stressaða hjarta neitt mikið heldur var póstkort í hólfinu. Póstkort frá sjúklingi sem ég hitti í sumar, erlendum ferðamanni sem býr hinum megin á hnettinum. Hann sem sagt hafði fyrir því að grafa upp nafnið mitt og senda mér þakkarbréf. Mikið hlýnaði litla hjartanu. This is why it´s worth it.
En ji minn hvað líf mitt gengur út á spítala... ég tala bara um spítalann og heima hjá mér horfi ég bara á spítala.

1 comment:

Anonymous said...

Geri ráð fyrir að þú sért að tala um Grey's Anatomy??? ...baaaaara yndislegir þættir! :)