Tuesday, October 30, 2007

Hvernig setur maður saman strönd með 29 karlmönnum á?

Ég var í mæðginaheimsókn í London, ég, mamma, steinunn og siggi fórum og heimsóttum ráðsett par í Islington í London, Karen og Ingva. Rosa fín íbúðin þeirra, reyndar svo mikill raki að pappír er blautur viðkomu. Versluðum, fórum á kaffihús og söngleiki, yndisleg ekta hlátraskallaferð. Byrjaði með miklum hlátrasköllum við lendingu á Stansted í London þegar einn farþeginn kallaði ógleymanlegan brandara yfir alla farþegana, af einhverjum orsökum fannst mér og steinunni hann eitthvað sérstaklega fyndinn og hlógum vandræðalega lengi og hátt. Best var þó í morgun þegar ég og steinunn vorum á leiðinni heim aftur og vorum búnar að snooza 2x, liggjum enn undir sæng og þá heyrist í Steinunni: "Hvernig setur maður saman strönd með 29 karlmönnum á?" Ég leit furðu lostin á hana, þá bætir hún við: " Ég veit ekki af hverju ég sagði þetta, sleppið þessu". Ég missti mig. Hún hafði þá rétt sofnað, sagt þetta án þess að vita af því en heyrði það samt sjálf! Kannski smá had to be there húmor...

2 comments:

Karen Lundúnarstelpa said...

Ekki gleyma þegar við tipsuðum aðeins 1.05 pund ;)

Berglind said...

OMG já
... er hægt að kafna úr hlátri?