Thursday, October 11, 2007

OMG

Ég var í vinnunni um daginn (eins og alltaf), var í mat og þá segir vinkona mín: "Berglind það er mynd af þér á desktopinu á tölvunni niðri á bráðamóttöku". Mér svelgdist á: "WHAT?!!!!"
"Já það er myndin af þér úti í Tælandi. Settirðu hana ekki sjálf á desktopinn?"
"WHAT?! NEI!" Ég fylltist hryllingi, mynd af mér í hlíralausum kjól með kokkteil á tölvunni niðri á bráðamóttöku, tölvunni sem allir læknar nota! Hringdi í aðra vinkonu mína sem vinnur á bráðamóttökunni þennan mánuðinn: "ER MYND AF MÉR Á DESKTOPINU?!"
"Já, settirðu hana ekki sjálf?"
"WHAT NEI!!!"
Tveir deildarlæknar á skurðdeild komu og settust hjá okkur: "Já eruð þið að tala um myndina af þér á desktopinu niðri á bráðamóttöku, hahahaha."
Oh my god. Berglind hleypur niður á bráðamóttöku, fjandans myndin á tölvunni og ekki bara ein heldur margar litlar! Berglind hægrismellir, ýtir á desktop, change picture -> EKKI HÆGT! Það á ekki að vera hægt að breyta myndum á desktopinu á tölvunum á Landspítalanum. Oh my god. Ég þarf að hringja í tölvudeildina til að fá aðstoð: "Já, góðan daginn... Berglind heiti ég, kandídat á bráðamóttökunni, ég er með svolítið skrýtið vandamál... ÞAÐ ER MYND AF MÉR Á DESKTOPINU Á BRÁÐAMÓTTÖKUNNI OG ÉG GET EKKI LOSNAÐ VIÐ HANA".
"Hmmm... (smá hlátur)" og svo lagar hann þetta. Ég var samt með hann í símanum í korter. Svo var hann búinn að laga þetta, ég skelli á og púmm... myndin birtist aftur! Fuck! Ég hringi aftur í tölvudeildina og einhver annar svarar: "Já, góðan daginn... Berglind heiti ég, kandídat á bráðamóttökunni... ég var að tala við ykkur rétt áðan, ég er með svolítið skrýtið vandamál..."
Þá heyrist á hinni línunni: "JÁ, ÉG VAR EITTHVAÐ BÚINN AÐ HEYRA AF ÞESSU... hahaha" OH MY GOD! Var með þennan á símanum líka í svona 15 mín en honum tókst að laga þetta. Skýringin var að þetta hefði sennilega gerst óvart... það á enginn að geta breytt myndunum.. málið var að 3 dögum áður var ég að downloada myndum af myndasíðunni minni til að geta sett á facebook, það var reyndar í annarri tölvu en svona er kerfið vitlaust. Var reyndar búin að eyða þeim myndum en vó... never again!

Fyrir forvitna þá er ÞETTA myndin sem hékk margfölduð á desktopinu á bráðamóttökunni í 3 DAGA! já 3 DAGA!!! Og maður sem er að reyna að vera virðulegur læknir...

Kom svo upp á deild og sagði hinum unglæknunum frá þessu... og allir bara: Já, ég sá hana í gær! Halló!!! :)

10 comments:

Anonymous said...

hahaha
Ein greinilega að reyna að stimpla sig inn í læknaheiminn!! Bara fyndið. Þetta er þó ekki slæm mynd af þér =)

Anonymous said...

kv. Ragna Karen (gleymdi víst að kvitta hér að ofan)

Ally said...

Jesús minn hvað þetta er sjúklega fyndin saga.
En myndin er mjög foxy, það er þó bót í máli, ekki satt?

Erik said...

Þetta lyktar samt af óttalegri sjálfsánægju.

Anonymous said...

hahahahahahahahahahahhahahahhahahhahhahahhahahahhahahhahha
gmg

Anonymous said...

Snilldarsaga Njóla mín. djíusus hvad thetta er nu samt fyndid. Þú ert allavega ordin berømt i spítalalífinu ;)
xx maggs

Sólveig said...

Hahahahaha! Þetta er ein fyndnasta saga sem ég hef heyrt afskaplega lengi. Sammála Allý, þú getur þó allavega huggað þig við að myndin er afskaplega hugguleg ;)

Sannkallað bráðamóttökumódel :D

Karen Lundúnarstelpa said...

hehehe mér finnst fyndnast að allir héldu að þú hefðir sett myndina af þér sjálf þarna... hahahahahahahah

Berglind said...

nákvæmlega! Ég hef greinilega óttalega sjálfsánægt orðspor... hehe

Anonymous said...

Þetta er nú bara mjög góð mynd - gætir kannski fengið nokkur date út á hana ;o)