Saturday, February 9, 2008

Lítill kálfur

Það er hlaupinn í mig lítill fjörkálfur sem getur ekki beðið eftir að vorið komi. Ekki misskilja mig, ég elska snjó, sérstaklega gaman að fara á skíði og bjarga alltaf í leiðinni nokkrum litlum jeppalúðum sem hafa fest sig með töffaraskap - kemur Berglind yfirtöffari á tröllabílnum og dregur þá upp.
Nú er kálfurinn hins vegar orðinn þreyttur, Karen í London á stuttermabol og ég hér inni í óveðrinu. Mig vantar vor! Vantar að skvetta úr klaufunum eins og kusurnar í sveitinni.

3 comments:

Karen Lundúnarstelpa said...

Komdu bara í helgarferð til mín... farin að sakna þín ;)

Berglind said...

:)

Verð fyrst að fara til Köben, svo kem ég til karenar minnar xxx

Unknown said...

Mér líkar ekki ordalagid í sídasta kommenti...,,VERD"!???
er enginn ad ritskoda tessa sídu?#%¤&!(&¤(%#(&R