Sunday, May 6, 2007

Ný kona

Ég er ný og breytt kona (eða stelpa, ég veit það ekki, erum við ekki orðnar konur?). Ég vaknaði kl 8:15 á sunnudagsmorgni, fór út að hlaupa og í sund. Allt fyrir kl 10:30 á SUNNUDAGSMORGNI. Já, þið eigið ekki eftir að þekkja mig aftur.
Krakkar í sundi eru annars svo mikil krútt, þau eru þarna öll saman í sturtu, strákar og stelpur og vita ekki að þau "eiga" að vera feimin hvort við annað. Krúttlegt.

Svo hjólaði ég út í búð í hádeginu. Það er svo langt síðan ég hef hjólað. Það er ógeðslega gaman að hjóla.

7 comments:

Sólveig said...

Harkan í þér skvísa :)

Að skella mér í sund hefur reyndar blundað í mér þá daga sem veðurguðirnir skarta sínu fegursta í próflestrinum, en hef ekki látið undan þeirri löngun enn.

Jeminn, 4,5 lestrardagur eftir í þetta óskapans próf. Trúi því varla að þetta sé að verða búið :D

Er einmitt komin með hálffulla ferðatösku fyrir Thai ;)

Berglind said...

ég þarf að fara að byrja að fylla mína... :)
6 dagar gleði gleði gleði

Rúna said...

góð berglind!!

xx rúna

p.s. hitti mömmu þína 2x í dag (segir hvað ég er dugleg að læra;o)

Berglind said...

hahaha :)

anonomous said...

bara 5 dagar eftir ... Bjarni deildi því með mér að það eru rúmlega 2000 dagar síðan við skráðum okkur í deildina. 5 af 2000, það er ógnarsmátt! Til hamingju við að vera svona dugleg.
Ástan

Berglind said...

5 af 2000 er ekki neitt! Ji hvað það er fyndið að setja þetta svona fram

Fermingargjöf Gunnars Ágústssonar said...

Berglind, við erum KLÁRLEGA stelpur! Kannski konur líka en við hættum aldrei að vera stelpur á meðan við hittumst, hringjumst á og hlæjum að því hvað við getum verið asnalegar! :)

Ég lenti nú reyndar í því í gær að lítill strákormur sem stóð fyrir aftan mig í röð sagði við mömmu sína (um mig): "Mamma, afhverju er þessi kerling á undan okkur?" Mér varð um og ó!