Thursday, May 31, 2007

Sa-wat-dee KAA

Ég er búin með síðasta prófið í háskólanum, vúhú! Fór í bestu útskriftarferð ever og kom svo heim í íslenskt sumar. Gæti lífið verið betra?

Þetta síðasta próf okkar í HÍ reyndist hin mesta skemmtun eða hmmm... svona allavega fyrir utan prófið sjálft sem var skelfilegt þá var öll umgjörð þess hin spaugilegasta enda hannað af USA-fólki. Bannað að hafa með sér nokkurn mat og drykk inn í prófið, bannað að hafa varasálva og rakakrem, þetta var eins og í flugvél. Prófyfirsetufólkið las upp allar reglur og fyrirmæli á ensku með sínum yndislega íslenska hreim. Yfirsetumaðurinn sagði okkur svo frá því að bandarískir umsjónarmenn prófsins hefðu komið hingað til lands til að skoða aðstæður og ekkert litist á að mörg hundruð kílóa læsti eldvarnarskápurinn sem prófið þurfti að geymast í skyldi ekki vera boltaður upp við vegginn.

Daginn eftir var svo lagt af stað í skemmtilegustu og yndislegustu hópferð sem ég hef á ævi minni farið í. Þetta var vægast sagt frábært. Vorum 28 saman og samhentari hópur er vart til. Hittumst sem dæmi á hverju kvöldi kl 8 í lobbyinu og fórum öll saman út að borða í tælenska hitanum, svitanum og rakanum.

Ég ætla að skrifa ferðasöguna hér í þessa færslu síðar... meira svona svo að ég muni hvað við gerðum (amk þann hluta ferðarinnar sem ég man... hahaha). Áhugasamir geta skemmt sér við lesturinn... þegar ég loksins nenni að koma frá mér ferðasögunni.
To be continued...

No comments: