Monday, August 4, 2008

Júlí

Júlí var æði. Kláraði kandídatsárið 1. júlí ( Til hamingju ég!) og síðan verið á ferð og flugi og sjaldan skemmt mér eins vel. Myndir á myndasíðunni - HÉR.

Byrjaði á því að fara á Snæfell og Herðubreið með fjallageitinni. Þvílíkt heppin með veður og útsýnið... ótrúlegt. Byrjuðum á að fara á Snæfell í bongóblíðu, ég gekk á stuttermabol alla leið upp. Mæli með því að allir fari á Snæfell en í góðu veðri þó, toppurinn er í 1877 m hæð en þetta er ekkert hrikalega erfið ganga þó hún sé löng. Ef maður lenti í þoku væri þó auðvelt að villast.

Á toppi Snæfells

Daginn eftir fórum við á Herðubreið í ekki síðra veðri. Þaðan hef ég aðeins aðra sögu að segja. Herðubreið var talin ófær þar til bara á fyrrihluta síðustu aldar. Þegar maður er kominn upp í um hálfar hlíðar verður mjög bratt og allt mjög laust í sér svo maður nær engri almennilegri fótfestu auk þess sem miklar snjófannir eru í fjallinu og grjóthrun verður mjög oft. Þarna í miðjum brekkum fékk ég mitt fyrsta panic attack á ævinni. Rétt eftir panic attackið kom svo grjót rúllandi á móti mér á ofsahraða, sennilega amk hálfur metri í þvermál og ég rétt náði að stökkva frá. Shit hvað ég varð ógeðslega hrædd. Ég var samt komin hálfa leið upp og þrjóskan náði yfirhöndinni. Upp á tindinn fór ég en jafnaði mig aldrei alveg. Á toppnum er gestabók og með okkur höfðu 8 manns skrifað í hana árið 2008. Þetta var aðeins skárra á leiðinni niður en shit... nú ber ég óttablandna virðingu fyrir Herðubreið. Ég þoli nú ýmislegt, verð aldrei hrædd í fjallgöngum en vó. Ég er hrikalega ánægð með að hafa farið þarna upp og líka í svona góðu veðri en ég held ég fari aldrei aftur á Herðubreið.

Gígurinn á tindi Herðubreiðar

Fjallageitin á toppi Herðubreiðar

Daginn eftir hittum við Brynhildi og Haffa fyrir tilviljun sem var voða gaman. Fórum með þeim að Öskju. Hef ekki farið þangað síðan ég var krakki, rosa gaman að sjá Víti og Öskjuvatn aftur. Bara svo hrikalega margir túristar þar.

Vikuna eftir þetta skelltum við fjallageitin okkur svo á Hornstrandir. Í einu orði sagt var það ÆÐISLEGT! Við fórum bara tvö með bakpoka og tjald. Byrjuðum á því að taka bátinn frá Ísafirði á Hesteyri og hittum þar Margréti Oddsdóttur sem bauð okkur í kaffi í sumarhúsinu sínu. Þaðan gengum við yfir í Aðalvík í ágætis veðri. Daginn eftir var grenjandi rigning og vindur, þá gengum við yfir Tunguheiði yfir til Fljótavíkur og sáum ekki neitt en sú leið er reyndar mjög vel vörðuð. Við ákváðum daginn eftir að bíða rigninguna af okkur þar sem allt var blautt og viti menn, kl 2 braust sólin fram úr skýjunum og skein á okkur að mestu leyti það sem eftir var ferðar! Fljótavík er paradís á jörð, þangað kemst maður ekki nema á flugvél eða fótgangandi. Þaðan fer maður um Þorleifsskarð og síðar Almenningaskarð til að komast yfir í Kjaransvík og Hlöðuvík. Við gistum í Kjaransvík og gengum svo daginn eftir yfir í Hornvík. Í Hlöðuvík hittum við fyrir tilviljun aðra 2 lækna, heimurinn er lítill. Í Hornvík gengum við yfir að Horni og gistum þar í tjaldi hjá Boggu vinkonu Péturs sem er í Hornvík við refarannsóknir í sumar. Þar vorum við 2 nætur og eyddum heilum degi í að ganga Hornbjarg. Þetta er stórfenglegur staður. Síðan gengum við yfir í Veiðileysufjörð og gistum þar eina nótt. Báturinn sótti okkur síðan þangað á 7. degi.


Hornstrandir eru ótrúlegur staður. Maður er svo einn í náttúrunni. Refirnir alltaf að kíkja á mann og sníkja. Selir að stinga höfðinu upp úr sjónum. Þetta er bara geðveikt! Og ég mæli með því að vera með tjald, þ.e.a.s. ef maður er með svona gott burðardýr eins og fjallageitina með sér ;)

Jæja, eftir Hornstrandir var svo ferðinni heitið til London að heimsækja litlu syss sem by the way nær dúxaði eina erfiðustu deild LSE núna í sumar! Frábær árangur!!!
Mamma og Siggi litli bró eru búin að vera hjá henni síðan 10. júlí en nú bættust ég, Steinunn og hennar Andreas með í hópinn. Þetta var frábær ferð. Andreas hafði aldrei komið til London svo við tókum allar tourist attractionirnar aftur. Versluðum fullt. Borðuðum gott. Slöppuðum af í görðunum. Það var hitabylgja, 30 stiga hiti og sól allan tímann nema 1 dag. Yndislegt. Buckingham höll opnaði svo í síðustu viku fyrir almenning og við fórum að skoða hana, mér fannst það rosa gaman! Ótrúlega flott. En jæja, nú er verslunarmannahelgi, ég og magga tókum gott djamm nú á laugardaginn bara tvær og fórum svo upp í bústað til foreldra hennar í gær sem gáfu okkur gott að borða og bjór í pottinn. Voða huggulegt. Á morgun er það svo vinnan aftur en bara í viku.
Síðan tekur næsta ferðalag við, byrjar 18. ágúst. Dagskráin er þannig: Singapore - Ástralía - Fiji - Hawaii - LA - Las Vegas - New York. Kem heim 29. sept. Lífið er yndislegt...

4 comments:

Anonymous said...

ógisslega flottar myndirnar! ;> óje beggli hvað þú verður að fara að draga mig í göngulífið, nú þegar ég er að verða sonna vel gölluð :D
xx m

Eva said...

hej skvís:)
þetta eru geðveikar myndir hjá þér og lítur út fyrir að þið hafið átt alveg frábæra ferð.... njóttu líka seinni hlustans af ferða-ævintýri þínu og restinn af heiminum ;)

Berglind said...

Takk takk takk. I have a feeling I will... :)

Sólveig said...

Blessuð skvísa! Glæsilegt ferðalag að baki og glæsilegt ferðaplan framundan. Heyri í þér áður en þú leggur upp í túrinn :) Margt sem þarf að ræða ;)