Tuesday, September 23, 2008

Á stjörnuslóðum...

Jæja, þá er ég komin til Bandaríkjanna. Við Magga flugum frá Hawaii til Los Angeles og kvöddumst á flugvellinum, Magga hélt áfram til London og síðan heim til að byrja að vinna. Ég hins vegar sem get ekki hætt að vera í ferðalagi fór út þar sem ég var búin að neyða Ásgeir til að koma og hitta mig í LA...
Kom út af flugvellinum og shit, símar ekki að virka, shit, stress, ein á flugvellinum í LA og enginn Ásgeir... OMG. En auðvitað sýndi drengurinn sig og við settumst upp í blæjubílinn okkar, repeat: BLÆJUBÍLINN OKKAR, og keyrðum til Venice, hverfis í LA sem er svona, hvað á ég að segja, bóhem, hippahverfi eitthvað. Þetta var æði. Íbúðin sem við leigðum var í 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. LA var bara æði, við borðuðum ógeðslega góðan mat, sko geðveikan, fórum m.a. á besta sushi stað ever þar sem kokkurinn dældi ofan í okkur völdum bitum og shit hvað þetta var gott. Ó þvílík og önnur eins sushi-gleði og ánægja. OMG, ég held að bragðlaukunum mínum hafi aldrei þótt svona gaman að vera til. Hvað er annars ekki hægt að gera í LA, við gengum á Venice beach innan um hippana og reykjandi liðið, gengum Walk of Fame og mátuðum hendurnar á okkur í handaför fræga fólksins, versluðum á Rodeo drive (ó je pretty woman), borðuðum á Rodeo drive og á meðan keyrði framhjá "skrúðganga" af geðveikum blæjubílnum, fórum í Universal studios og já hér verð ég að stoppa. í Universal fórum við m.a. í studio tour þar sem maður keyrir um studio svæðið. Yfirleitt er ekki hægt að keyra inn á Wisteria Lane úr Desperate Housewives þar sem oftast er verið að filma þar en við fengum að keyra þar inn! Shit, ég var ekki að fatta hvar ég var, já ég keyrði Wisteria Lane!!! Töff???!!! Síðasta kvöldið okkar í LA fórum við svo geðveikt fínt út að borða. Sko hrikalega fínt, fórum á Hotel Bel Air Restaurant og þetta var eins og að ganga inn í Titanic. Var frábært. Enduðum svo á bar á Sunset Strip, entumst nú ekki lengi en það er víst the place to be.
Anyways, á sunnudeginum tók svo við heljarinnar road trip, keyrðum 900 km til Grand Canyon. Keyrðum í gegnum eyðimörkina í blæjubílnum okkar sem var svolítið geðveikt. Ji minn eini, hvað sveita-Bandaríkjamenn eru fyndnir, þetta er eins og eitthvað samansafn af einstaklega furðulegu fólki með hrikalegan hreim. Svolítið skemmtilegt. Komum til Grand Canyon seint að kvöldi sunnudags, gistum á frábæru hóteli alveg við brúnina á gljúfrinu. Stjörnuhiminninn var æði. Vöknuðum svo eldsnemma morguninn eftir til að ná sólarupprásinni, við náðum henni sem var æði en rómantíska sólarupprásarstundin var ekki svo rómantísk þar sem allt hótelið virtist hafa vaknað líka til að sjá daginn byrja! Eftir sólarupprásina var förinni heitið að þyrluflugvelli þaðan sem við fórum í 45 mínútna þyrluflug yfir Grand Canyon! Shit, þetta var geðveikt! Þeir raða í þyrlurnar skv þyngd og ég var svo heppin að fá að sitja fram í hjá flugmanninum þannig að ég var eiginlega með stúkusætið! Ég mæli pottþétt með þyrluflugi ef einhver er að fara til Grand Canyon, hrollurinn sem fór um mann þegar við flugum yfir brúnina... ji, ég held ég hljóti að hafa tekið 500 myndir.
Í gærkvöldi brunuðum við svo frá Grand Canyon til Las Vegas, je beibí! Hótelið okkar heitir Venetian hotel og HÉR er linkurinn. Hótelið er geðveikt. Það er eins og lítil borg. Maður ratar varla, þetta er svo stórt. Sem dæmi um stærðina þá er sko phantom of the opera og blue man group sýnt hérna á hótelinu. Inni í hótelinu er líka eftirmynd af Feneyjum þar sem hægt er að fara á gondóla, já það eru fen og veitingastaðir og göngugötur og himinninn í eftirmyndinni er látinn vera eins og það sé að byrja að rökkva, shit. Geðveikt. Herbergið okkar, eða öllu heldur íbúðin hérna, er með risabaðherbergi, RISA. Við erum með 3 flatskjái, 1 inni á baði, 1 stóran við rúmið og 1 inni í stofu. Já, this is life. Við komum aldrei heim aftur, hér er allt til alls. Good bye.

No comments: