Tuesday, September 23, 2008

Viva Las Vegas...

Ó hvað ég er að njóta. Ég nýt herbergisins og alls flotta dótsins og félagsskaparins og bílsins og bara alls. Í dag keyrðum við að Hoover Dam (gæti tekið eina ræðuna enn um USA fólk but am not going to) og svo til baka til Vegas. Flott leiðin og svo flott að keyra aftur til baka til Vegas í rökkrinu. Komum í myrkri í gærkvöldi þannig að þetta var aðeins öðruvísi. Erum núna búin að skila bílnum (snökt snökt) og ætlum bara að njóta næstu daga, borða gott, drekka gott, sóla okkur, explorera casino, fara á show (eigum miða á cirque de soleil og blue man group sem by the way er sýnt á hótelinu okkar!) og bara njóta þess að vera til! Æði.

3 comments:

Karen Lundúnarstelpa said...

Hæhæ Gaman að heyra loksins í þér. Þú mátt endilega hringja í mig þegar þú getur. Er alltaf að reyna að hringja.. en þú alltaf með slökkt á símanum :(

Eva said...

Hej skvís,
þetta hljómar eins og algjört ævintýri hjá þér.... ein spurning bara; heldur þú að þú getir mætt á medicine á miðvikudaginn og bara farið að vinna venjulegan vinnudag ;). Hlakka samt mikið til að hitta á þig :

Anonymous said...

hei skvísí! jedúdda gaman að lesa hjá þér bloggið þetta hljómar æði -gosh ekkert öfundsjúk sko hehe B-)
hlakka til að fá þig heim, komin með fráhvarfseinkenni!!