Monday, September 29, 2008

Komin heim

Jæja þá erum við komin heim. Búið að vera frábært. LA var æði, Grand Canyon var geðveikt og Las Vegas... shit! Las Vegas er bara fantasía! Við hefðum getað verið þar miklu miklu lengur. Flugum til New York á föstudaginn og fórum á svolítið skemmtilegan veitingastað / bar um kvöldið. Þurftum að bíða eftir borði í tæpan klukkutíma sem varð til þess að við þömbuðum hvítvínsglas og 2 rótsterka Mojito á fastandi maga = laugardagurinn fór eiginlega ekki í neitt! Lifnuðum þó smám saman við þegar á leið og enduðum um kvöldið á frábæru steikhúsi og svo á Lion King. Sunnudagur fór í rölt og svo var það bara fluvvélin í nótt. Aldrei verið í flugvél þar sem bæði flugstjórinn og flugmaðurinn eru konur en þannig var það í nótt, bara smástelpur eins og ég en ég hef aldrei verið í flugvél sem hefur lent svona vel! :)

En jamm og jæja, nú tekur hamstrahjólið við... amk næsta árið. Over and out.

7 comments:

Anonymous said...

nú bíð ég bara eftir myndum!
kv. Sara

Anonymous said...

Velkomin heim!
Langar að heyra í þér hljóðið fljótlega.
líttu við á skype við tækifæri. ég sit við tölvuna og bíð.
luv gmg

Sólveig said...

Velkomin heim ferðalangur. Þá er bara að bíða eftir myndunum og svo auðvitað svari við spurningunni hvort þú ætlar á Harvard ráðstefnuna í Boston eður ei... :)
Láttu mig vita. Heyri kannski í þér á morgun.

Anonymous said...

En geggjað ferðalag :)
Velkomin heims skvís!!!! Ok hvernig líst ykkur á Möggu á myndasýningu fljótlega. Við getum hisst heima hjá mér ...bara á miðvikudagskvöld þess vegna :)

xoxox Ásta

Anonymous said...

Má ég koma á myndasýningu?? Langar til að sjá allt og heyra alla söguna... gaman að fá að lifa í gegn um aðra á þessum síðustu og verstu!!
Heyrumst,
Sara

Berglind said...

já við þurfum að halda myndasýningu! Og nátla allir velkomnir :)

Anonymous said...

Nice dispatch and this enter helped me alot in my college assignement. Say thank you you for your information.