Thursday, June 28, 2007

Besti vinur mannsins eða besti þræll hundsins

Ég er að passa hina ferfættu systur mína. Það er sko meira en að segja það. Ég hef aldrei verið ein með litlu prímadonnuna áður og jesús minn... það snýst allt um hundinn, er hundurinn búinn að fá hreyfingu í dag, er hundurinn búinn að fá að borða í dag, er hundurinn búinn að skíta í dag... Hún er samt orðin ótrúlega háð mér, sefur við hliðina á rúminu mínu, bíður eftir mér fyrir utan klósettdyrnar þegar ég er á klósettinu, ýlfrar og bíður við dyrnar þegar ég fer út. Greyið litla.

Svo má ekkert vera með hunda alls staðar. Annars staðar dauðskammast maður sín fyrir litla borgarhundinn. Ég fór með Emblu litlu í heimsókn á sveitabæ, auðvitað eru hundar ekki inni á sveitabæjum. Embla beið úti í bandi meðan við snæddum kvöldverð. Skyndilega heyrast skelfingargelt úti... 5 kýr höfðu komið til að kíkja á þennan furðulega gest og aumingja Embla vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, hvaða hrikalega skelfilegu risahundar voru þetta nú eiginlega? Hún hefur nú samt eytt um mánuði á hverju sumri á ferðalagi um ísland en þetta var nú eitthvað scary, ein úti á túni með 5 kúm!!! Síðar um kvöldið gekk húsfreyjan svo úr rekkju fyrir borgarhundinn. Já borgarhundurinn gat ekki verið einn um nóttina og gat ekki borðað kjúklinganammið sem henni var boðið því hún er með OFNÆMI fyrir því!

Er því skrýtið að maður velti fyrir sér hvort hundurinn sé besti vinur mannsins eða maðurinn besti þræll hundins?
Æ, mér þykir samt voða vænt um hana. :)

2 comments:

Rúna said...

besti vinur mannsins fær mitt atkvæði

xx Rúna

Sólveig said...

Besti vinur mannsins... svona eins og ég þekki þá allavega ;)