Thursday, June 28, 2007

Road trip

Fór í road trip með Höllu og hinni ferfættu á mánudag. Heimsóttum Guðnýju, Sigrúnu, Þóru og Sólveigu norður á land. Ógeðslega gaman en jesús minn kuldinn!!! 1°C og rok við Kröflu meðan borgarbúar böðuðu sig í sólinni í 18 stiga hita! En ég baðaði mig bara í höfuðborgarMallorcaveðrinu í dag.
Heimsóttum Baldursheim, sveitabæinn hennar Sólveigar. Baldursheimur er með sérveg! Vegur nr 849! Héðan í frá verður Sólveig kölluð Solla 849.
Á mánudaginn fórum við í baðlónið í Mývatnssveit og spjölluðum þar við 3 Hollendinga. Á þri-kvöldið eldaði svo Þóra dýrindismáltíð fyrir okkur Höllu, Sólveigu og Ernu í fínu íbúðinni sinni á Akureyri.
Í dag fór ég svo í úrabúð á Laugaveginum að sækja úrin mín úr viðgerð og hitti þar fyrir Hollendingana úr baðlóninu í Mývatnssveit. Já Ísland er lítið og þeir fengu það beint í æð :)

1 comment:

Sólveig said...

Já! Afskaplega lítill heimur sá íslenski, en skemmtilega kósí líka.

Afskaplega gaman að fá ykkur í heimsókn og þið eruð velkomnar hvenær sem er aftur

Solla 849 ;)