Thursday, June 21, 2007

Leggjabrjótur

Ég gekk Leggjabrjót í gærkvöldi með Pétri og Bjössa og náttúrulega hinni ferfættu systur minni. Við fórum á einum risabíl og einum litlum bíl. Við byrjuðum á að keyra á Þingvelli og skilja risabílinn eftir þar. Svo héldum við af stað á litla bílnum.... og festum hann, ofan á risarisarisastórum steini. Hann bara haggaðist ekki af steininum. Svo við lyftum bílnum. Já við LYFTUM bílnum af steininum, við þrjú. Ég hef trú á því að mínir miklu ofurkraftar hafi haft mikið að segja í þeim lyftingum. Restin af ferðinni gekk áfallalaust og var reyndar alveg frábær. Komum reyndar ekki í bæinn aftur fyrr en kl 3 í nótt... en hvað er það fyrir iðjuleysinga eins og mig og Bjössa. Aumingja Pétur hins vegar...

1 comment:

Sólveig said...

thíhí... munur að vera iðjuleysingi ;)