Thursday, June 7, 2007

Dularfullt símtal

Ég fékk símtal í nótt. Eins og alltaf þegar ég er vakin af símanum er ég hálfrugluð... geri mér enga grein fyrir því hvað klukkan er, hvort ég hafi verið sofandi eða hvað.

Ég: "Halló".
Karlmaður á bjagaðri ensku: "Hello, who is this?"
Ég: "Ha?"
Hinn: "Who is this? You called me". Allt í einu tengdi ég... Númerið sem hafði hringt var kínverska númerið hennar Ástu sem býr í Kína. Ég hafði sent Ástu sms í tilefni afmælisins hennar í síðasta mánuði... greinilega ekki borist henni heldur einhverjum kínverskum brjálæðingi.
Ég: "No, I sent my friend an sms but I´ve obviously got the wrong number".
Hinn (skildi greinilega ekki alveg): "What´s your name?"
Ég enn í svefnrofunum: "Ha? Berglind. Are you from China?"
Hinn: "Yes... can I call you back in a moment?"
Ég enn rugluð: "Yes, bye". Leit á klukkuna, hún var 05:05. Fattaði að þetta númer hafði hringt í mig fyrir 2 mánuðum, ég hafði flett upp landsnúmerinu, séð að það var frá Kína og sett það inn í símann minn sem Ásta í Kína. Lagðist á koddann og steinsofnaði.

Nokkrum mínútum síðar hringir sama númer aftur.

Ég: "Hello... no you know what, you called me 2 months ago"
Hinn babblar eitthvað, svo: "What´s your name? What´s your nationality?"
Ég: "Berglind. Icelandic." Hvað er ég að gefa bláókunnugum manni svona upp um miðja nótt?!
Ég: "It´s nighttime here, I was sleeping"
Hinn: "Sorry, when can I call you again? It´s morning here."
Ég: " I was sleeping, it´s nighttime" Ein kolrugluð.
Hinn: "When can I call you again?"
Ég: "Ha? Why?"
Hinn: "I like to get to know new people all around the world."
Ég: "I don´t know. I have to go to sleep."
Hinn: "But when can I call you again..."
Ég: "Good night"

Ég á nýjan klikkaðan kínverskan símavin.

1 comment:

Sólveig said...

Bahaha... þetta finnst mér fyndið. Er alltaf pínu stressuð að ég svari símtölum á vaktinni svona ruglingslega þegar hringt er í mig um miðja nótt ;)