Thursday, June 21, 2007

Pirringur

Það á náttúrulega að svipta suma ökuleyfi... ekki vegna glæfraaksturs heldur vegna hægagangs og viðbragðsleysis. Ég fór niður í bæ áðan, allar götur lokaðar, óþolandi, og raðir alls staðar. Mikið afskaplega getur fólk farið hægt. Tók mig hálftíma að komast í ákveðna verslun. Þegar ég loksins stóð við afgreiðsluborðið og var að fara að borga... Veskið var ekki í töskunni! Sá það fyrir mér liggjandi á kommóðunni inni í anddyri heima. Helv... Ef eitthvað var enn meiri hægagangur í umferðinni á leiðinni heim... gleði gleði.

En út í alvöru gleðisálma: Hún BaraSara á afmæli í dag. Til hamingju með daginn, Sara! :)

1 comment:

Sólveig said...

Hahaha... talandi um að týna veski. Ég fattaði í fyrradag að ég var ekki með kortið mitt í veskinu eins og vanalega. Mundi að ég hafði notað það 2 dögum áður í einhverjum búðum Víkurinnar og tók rúntinn á milli í þeirri von að ég fyndi það þar... en nei, ekkert kort. Var við það að hringja í kortafyrirtækið og láta loka kortinu þegar ég mundi eftir því að ég hafði verið í jakka þennan dag. Brunaði í holuna mína og auðvitað var helv... kortið í vasanum. En ég var kát að finna það samt :)