Saturday, June 2, 2007

Reykingabann

Ég kíkti aðeins út á lífið í gær. Vaknaði í morgun og það var ekki reykingalykt af hárinu, ekki reykingalykt af rúmfötunum, ekki reykingalykt af fötunum. YNDISLEGT!
Ég skil sjónarmið veitingamanna en ég ætla að vera sjálfselsk í skoðunum mínum á reykingabanninu. Yndislega reykingabann.

Fallega fólkið og Embla fóru svo á Móskarðshnúka í dag. Búið að vera á planinu í mörg ár, draumurinn rættist í dag.

Brjóst Íslands, Móskarðshnúkar des 2006

3 comments:

Karen Lundúnarstelpa said...

Já vá ekkert smá dugleg.. farðu nú að draga feitu litlu systur þína í svona fjallgöngur... ;)

og já ég held þetta reykingabann sé bara fínt... bara vonandi að svitalyktin drepi mann ekki.. hún festist líka ekki á manni svo skömminni skárra.. ;)

Sólveig said...

Áfram reykingarbann :)

Heyrði einmitt á tal tveggja reykingakvenna í sundinu um daginn, gleymdi alveg að minnast á þetta við þig. Þær voru orðnar ,,svo þreyttar á þessari endalausu forræðishyggju íslenskra stjórnvalda" svo ég noti þeirra orð... ég bara gat vart orða bundist en sat samt á mér, því kvennaklefinn í sundlaug Seltjarnarness er ekki staðurinn til að reyna að sannfæra reykingakonur um rétt minn til reykleysis :)

Áfram REYKLEYSI! :D

Anonymous said...

Hæ sæta pæ!!!

Takk fyrir síðast. Hlakka til að fá að knúsa þig.

Bestu kveðjur að norðan.
Þóra Kristín