Friday, June 15, 2007

Hippókratesar-eiðurinn

Í dag var okkur bekknum + mökum boðið í boð á vegum Læknafélags Íslands. Tilgangurinn var að skrifa undir Hippókratesar-eiðinn en hann er siðfræðilegur eiður sem læknar hafa skrifað undir síðan á 4. öld fyrir Krist. Það er svolítið gaman að því að íslenskir læknar skrifa allir undir eiðinn í sömu bókina. Því er hægt að fletta upp undirskriftum íslenskra lækna langt aftur í tímann.

Í íslenskri þýðingu eiðsins stendur m.a. eftirfarandi:

- Ég sver við Apolló lækni, við Eskuláp, við heilbrigðina, við Panakea og alla guði og gyðjur, er séu mér vitni, að ég mun kappkosta að halda þennan eið...
- Kennara minn í þessum fræðum gengst ég undir að virða til jafns við foreldra mína; deila með honum brauði mínu og fé ef hann er í fjárþröng, líta á venslamenn hans sem bræður mína og kenna þeim fræði mín endurgjaldslaust... (gæti orðið dýrt!)
- Ef ég held þennan eið trúlega og rýf hann aldrei, megi ég þá ævinlega öðlast góðan orðstír og njóta almennrar virðingar vegna lífernis míns og listar minnar, en gerist ég eiðrofi og griðníðingur, megi þá hið gagnstæða verða hlutskipti mitt.

Þetta hef ég nú skrifað undir.
Myndir HÉR.

6 comments:

Anonymous said...

Til lukku með daginn, útskriftina og titilinn, flotta frænka :)

Kveðja frá Álaborgarliðinu - ps við vitið að þið eruð alltaf velkomin í heimsókn.

Anonymous said...

úbbsss - en flott að gera svona fínar villur í kommentum ;)

en s.s. ÞIÐ vitið að þið eruð alltaf velkomin í heimsókn!!!!

Sólveig said...

Takk fyrir síðast mín kæra!

Mikið rosalega erum við orðin fullorðinsleg og fín. Grænt og blátt rúlar greinilega ;)

Tiny said...

Til hamingju með áfangan Berglind. Það er ég alveg viss um að þú verður afbragðs læknir.

Berglind said...

takk takk, takk takk :)

Erik said...

Hún er afbragðslæknir!