Wednesday, June 13, 2007

Það er hættulegt

að vera duglegur. Ég var að moka áðan, já moka möl úr kerru. Já, ég stóð í kerrunni og já ég var auli og gekk fram á brúnina þannig að hún sporðreistist. Þetta hefur örugglega verið mjög skondin sjón. :)
En ég uppskar bólgið hné, aumingja hnéð. Og útskriftarkjóllinn er ekki nógu síður til að hylja bólgin hné. Hvernig getur svona gerst 2 dögum fyrir mikilvægan kjóladag? Eða betri spurning, af hverju er ég að moka möl 2 dögum fyrir mikilvægan kjóladag? Maður spyr sig.

1 comment:

Sólveig said...

Djís! Berglind! Hvurslags uppátæki er þetta eiginlega? Er ekki bara hægt að skella leikhúsmeiki á þetta og fixa hitt hnéð með leikhúsleir og dóti svo þau séu þá bara jafnbólgin...? ;)