Friday, June 22, 2007

Súperþjónusta

Í dag fór ég glöð og kát í útivistarvöruverslun eina með útskriftarpeninginn minn með það að markmiði að eyða honum. Lenti á dreng sem vissi ekkert hvað hann var að tala um. Hefði eins getað beðið skó um aðstoð. Sleppti drengstaulanum bara lausum og fór að skoða sjálf. Þá bar þar að renglulegan ungan mann sem bauð fram aðstoð sína. Jú, jú... allt í lagi að prófa einhvern annan. Heyrðu hann var bara eins og alfræðiorðabók um útivistarvörur og þvílíkur munur. Það er eitthvað við fólk sem veit um hvað það er að tala... Það lá við að ég segði: hei, I have suddenly fallen in love with you, will you marry me? Ég sleppti því en gekk út með gullfallegan nýjan fallegan stóran fallegan göngupoka.
Nú horfi ég á göngupokann minn eins og systir mín horfir á tölvuna sína... sjá HÉR.

3 comments:

Sólveig said...

Hahaha... ég skora á þig næst þegar þú færð þessa tilfinningu fyrir renglulegum afgreiðslumönnum að bara kýla á það og demba spurningunni út fyrir varirnar ;)

SYTYC said...

Hehehe... kannski var hann bara að þykjast vita allt ;-)

Ferðu svo bráðum á Everest? :o)

Berglind said...

já mont blanc í ágúst og everest í september...